Ég get verið óttalegur morgunhani og á oftast erfitt með að "sofa út" í skilningi flestra þó ég haldi því reyndar fram að ég hljóti að "sofa út" ef ég vakna af sjálfsdáðum þótt klukkan sé í hugum sumra ennþá nótt. Það telst því til stórundra að ég sofi til klukkan níu eins og núna. Ég er því búinn að ganga aðeins á þennan stórkostlegasta tíma dagsins því morgnar eru minn tími.
Tíminn er eins og hraðlest með okkur um borð með umhverfið þjótandi framhjá á ógnarhraða. Daginn lengir hratt og maður sér orðið mikinn mun frá svartasta skammdeginu í desember, það er alltaf gott, hækkandi sól með birtu og yl kætir andann og efnið.
Dominos á Selfossi verkefnið er komið á fullt svo það verður mikið að gera næstu vikurnar. Verst að ekki tókst að opna ísbúðina áður en þetta tók við. Arkitektinn sem var að vinna fyrir okkur var engan veginn að skila sínu svo það endaði með að við fengum annan sem vinnur mun betur með okkur. Það verður gaman að opna aftur því búðin verður afar glæsileg.
Dominos hér verður líka lang flottasti Dominos staðurinn á Íslandi, mikið í hann lagt. Þetta er fyrsti staðurinn með veitingasal en Dominos í heiminum er að fara að breyta stöðunum sínum á þennan veg. Þetta er einn af fyrstu stöðunum í veröldinni sem verður með þessu sniði.
Dagurinn í dag lofar góðu, veðrið er eins og best gerist og vorið er framundan.
Njótið vel vinir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli