sunnudagur, júní 17, 2012

Við Erlan eigum eitt...

... sameiginlegt með nágrönnum okkar Nínu og Geira... að vera stolt af afkvæmum okkar. Þau syntu nú fyrir helgina með tvo unga í burt frá eyjunni sinni á vit nýrra ævintýra og stoltið leyndi sér ekki. Já þau komu upp ungum þetta árið. Það var eitthvað svo ánægjulegt að sjá það því síðustu árin hefur varpið mistekist hjá þeim.

Við Erlan vorum með okkar ungahóp í dag 17. júní á Vífilsstaðatúni í Hafnarfirði og stoltið reis í hæstu hæðir innra með okkur yfir þessum fríða og skemmtilega hóp okkar. Við elskum svona samfélag og teljum okkur forréttindafólk að eiga slíka vináttu sem við finnum hjá þeim. Gefandi og elskuríkt samfélag.
"Það er gott að elska" söng Bubbi... og það er svo rétt, það er auðvelt að elska þessi yndigull öll.

Engin ummæli: