Það má með sanni segja að ekkert skortir á framlag verkefna á vegi mínum þessa dagana.
Gott að hafa nóg að gera, segir íslenski karlmaðurinn í mér. En svona án gríns þá þykir mér róðurinn þyngjast hratt dag frá degi. Fundur í dag með Þórði deildarstjóra lagadeildar. Hann fór vítt og breytt. Fræddi okkur m.a. um að HÍ færi líklega að nota hugmyndafræði HR (og annarra háskóla þar sem nútíminn hefur hafið innreið sína) og hætta gamla embættismannaprófinu og taka þess í stað upp BA próf og masterspróf. Hann fór yfir næstu önn og til uppörvunar sagði hann að ef okkur fyndist þessi önn erfið þá yrði sú næsta erfiðari....! Það kurraði í mörgum.
Það er mikið búið að "væla" yfir dönsku og ensku bókunum því þær eru svo erfiðar, en hann blés á það og sagði að því yrði ekki breytt heldur mun bætast við kennsluna á erlendum tungumálum eftir því sem á líður. Hann nefndi t.d. að á næstu önn verður 1200 síðna kennslubók í Evrópurétti.....á ensku....úúúppss - ath lesist með öðrum fögum á 12 vikum....!
Hvernig var þetta aftur með guðfræðina...?
Nei annars það er enginn bilbugur á gamla. Hann tekur bara björgunarsund ef allt bregst.
Svo á ég nú hamarinn minn ennþá :-)
Líður ekki öllum vel á þessum fallega drottins degi??
3 ummæli:
Mér dettur óneitanlega í hug lagið: "Þökk þér Guð þú frelsið mér gafst." Svona þegar ég les þetta yfir.... hugsa með hálfgerðum hryllingi til 1200 og 1000 og 1500 síðna bókum á ensku sem lesa þurfti helst í gær.
Gangi þér vel minn kæri mágur.
Kkv. Gittan Geggjaða.
Ó jú mér líður svakalega vel ;)
En gangi þér nú annars vel að klóra þig í gegnum þessar dönsku og ensku bækur. Ekki öfunda ég þig mikið af því að þurfa að lesa þær ;) En þú hefur gaman af þessu, er það ekki annars???
Sjáumst í dag, alla vegana á morgun ;)
Þín elsta dóttir
Íris
Þetta verður eins og veislan þín fína á laugardaginn. Ekkert nema piece of cake!!!!
Gangi þér samt vel svona einn bita í einu.
Skrifa ummæli