fimmtudagur, október 21, 2004

Banvæn súpa....!

Ekki eru allir sammála um að bollasúpur séu hollar og góðar. Allavega ekki tölvan mín sem fékk sér einn skammt í gær og dó. Hún er í krufningu núna og er vonast til að dánarorsökin komi í ljós. Það sem skiptir þó meira máli er að gögnin mín hafi ekki dáið með henni heldur sé hægt að bjarga þeim. Núna vantar mig sem sagt nýja (notaða) fartölvu. Ef einhver lesandi veit um góða vél á góðu verði þá mætti sá sami hafa samband við mig strax. Vil helst ekki gefa meira en 50 þúsund fyrir notaða vél.

Annars í fínum gír.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ Erling minn! þetta var nú ekki gott ........veistu að krufning kostar 95.000 krónur, las það í Fréttablaðinu. Vona samt að þessi krufning verði MIKLU ódýrari.......og að hægt verði að ná gögnunum þínum tölvunni.
Gangi þér vel.........
Sirrý litla

Nafnlaus sagði...

Æ æ æ æ æ....ekki gott mál. Vonandi finnur þú aðra góða notaða tölvu. Þín Arna