vinur minn sem er mikill sölumaður þegar ég rakst á þessa sögu:
Sölumaður barði að dyrum á skrifstofu prestsins. Hann spurði, hvort presturinn vildi ekki kaupa matreiðslubók handa prestfrúnni.
Jú, prestur var ekki frá því. Hann keypti bókina og borgaði hana strax. Sölumaðurinn þakkaði fyrir sig og fór. En hann fór ekki lengra en niður í eldhús til frúarinnar og spurði, hvort hún vildi ekki kaupa matreiðslubók.
Prestfrúnni leist vel á bókina og keypti strax eina. Sölumaðurinn þakkaði og hélt leiðar sinnar. Eftir dálitla stund kom presturinn niður í eldhús til konu sinnar til þess að afhenda henni gjöfina. Honum brá í brún, er hann sá, að hún var sjálf búin að kaupa bók.
Hann kallaði í vinnumanninn og bað hann um að fara á eftir sölumanninum og ná í hann.
Þegar vinnumaðurinn náði sölumanninum, sagðist hann ekki nenna að snúa við aftur. Hann sagðist vita hvað presturinn vildi sér. Hann mundi ætla að kaupa af sér matreiðslubók. - Mundir þú ekki geta borgað hana fyrir prestinn, svo að ég þurfi ekki að snúa við aftur? Ekkert mál sagði vinnumaðurinn, borgaði bókina og sneri svo heim aftur...........Presturinn vissi ekki hvort hann átti að gráta eða hlæja þegar hann kom heim með þriðju bókina. Jafn ótrúlegan sölumann hafði hann aldrei hitt fyrr!
Hver ætli þessi ónefndi vinur minn sé :-) ......?
3 ummæli:
Já hver er hann Erling???? k.kv. Teddi.
Haha mér datt Teddi strax í hug...
Ja hver sem það var þá gæti Teddi lært af honum! Ég held að þetta hafi verið bestu vinur Erlings og hann sá hann þegar hann horfði í spegilinn við morguntannburstunina. Gæti það ekki verið?
Skrifa ummæli