sunnudagur, október 24, 2004

Fátt er svo með öllu illt.........

að ekki boði nokkuð gott. Held bara að ég hafi dottið í lukkupottinn. Haldiði ekki að á fjörur mínar hafi rekið forláta tölvu ekki nema 7 mánaða gömul. Ég þurfti að greiða kr. 80 þúsundir fyrir hana en það verður víst að teljast ódýrt miðað við gæði og verð á henni nýrri en það var hvorki meira né minna en 364 þúsundkallar í apríl s.l.
Afföllin ótrúleg, reyndar meiri en ég hefði getað ímyndað mér. Nema þetta sé hrein og klár blessun. Varla samt, hvað þá með fólkið sem átti hana, hvers á það þá að gjalda…?
Allt að einu er gamli ánægður með kaupin því fátt gleður hann meira en ef honum tekst að gera góð kaup.

Góða nótt


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá frábært...til hamingju með þetta lán í óláni. Sjáumst svo bráðlega...þín næstyngsta dóttir Arna

Nafnlaus sagði...

Hæ pabbi!!!
Til hamingju með nýju tölvuna. Hún er rosalega flott og alveg SVAKALEGA létt. Gott þú gast fengið svona góða vél á svona góðu verði!!
Aftur TIL HAMINGJU!!!
Þín elsta dóttir
Íris