með nýju tölvuna, vinn á netinu og læt fara vel um mig. Nefnilega kominn með þráðlaust net. Svili minn Ketill aðstoðaði mig við að tengja það. Fær hann hér með bestu þakkir fyrir það. Tæknin tröllríður öllu og allir einhvernvegin fljóta með. Það er nefnilega þannig að tækniþarfirnar eru alltaf aukast með síauknum hraða á öllu og ef maður ætlar að vera með, þá verður maður að halda sig við það nýjasta hverju sinni. Einn prófessorinn í skólanum tjáði okkur um daginn að lögfræðingar sem lærðu lögfræði fyrir tíu árum eða meira, kynnu ekki lögfræði dagsins í dag nema endurmennta sig stöðuglega...! Einn mikilvægur hluti lögfræðinnar er að kunna að notfæra sér nútímatækni við gagnaöflun.
Hvað ætli Afi hefði sagt ef hann hefði fengið að sjá fram í tímann og sjá hvernig tíma við lifum í dag. Sá hefði slegið sér á lær.
Að allt öðru, hún er góð vísan á síðunni hans Tedda. Ég veit ekki hver samdi hana en mér fannst hún svo góð að ég ætla að láta hana fljóta með hér:
Þótt margt sé kannski harla vítavert
sem varð þér hneyksli, kvöl í þínum beinum
Þá er þitt eigið hús af gleri gert
svo grjóti máttu aldrei kasta að neinum
Gott umhugsunarefni
2 ummæli:
Sæll vert þú kæri mágur!
Til hamingju með daginn og Drottinn blessi þig áframhaldandi.
kveðja, Sirrý litla
Kærar þakkir fyrir það!!!!!!!!!
Skrifa ummæli