fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Margt er mannanna bölið...!

Víti er alltaf heitt... þótt það sé sjálfskaparvíti!!!!
Námsefni framtíðar í samkeppnisrétti í beinni í dag. Margt er enn eftir að koma í ljós í samráði olíufélaganna fyrir Hæstarétti. Klárt samt að menn brutu lög og siðferði. Topparnir bera ábyrgðina og ættu að segja af sér. Eftir höfðinu dansa limirnir, toppstykkin stýra mannganginum.
Lögfræðingar ættu að safna fólki í púkk til að sækja skaðabætur til olíufélaganna. Ljóst að farið væri af stað kapphlaup í Ameríkunni milli lögfræðinga, enda allt hægt þar.
Borgarstjóri sem var eitt peðanna á þessu taflborði ber sína ábyrgð og ekki gott að segja hvort honum sé sætt í sætinu sínu. Verð samt að segja að hann á vissa samúð mína af einni ástæðu. Þeirri að hann er því marki brenndur eins og við öll hin hér á jörð, að eiga sameiginlega þátttöku í mistakapottinum sem kraumar undir okkur öllum. Þessum sem Kristur benti grjótkösturunum á þegar hann skrifaði eitthvað í sandinn forðum. Hvað stóð í sandinum aftur á móti er enn ekki vitað.
Kannski búum við ef vel er að gáð, öll í glerhúsum
- hver veit.

Engin ummæli: