Vil nota tækifærið og þakka öllum sem komu í afmælið okkar Erlu á laugardaginn og eftirafmælið á sunnudaginn. Það var gaman að fá svona marga gesti í tilefni dagsins.
Okkur hjónunum þótti afar vænt um það. Það skal nú viðurkennast hér að það er svolítið skrítið að standa á þessum aldri, horfa á stækkandi ætt og barnabörnin kyrja vísur um "afa og ömmu í Vesturbergi búa" en um leið gera sér grein fyrir verðmætunum sem í þessu felast.
Mér hefur sjaldan fundist við ríkari. Við munum víst ekki skilja aðra hluti verðmætari eftir hér á jörð þegar við förum. Það er þakklátur maður sem skrifar þessi orð í auðmýkt frammi fyrir skapara sínum sem allt vald hefur á himni og jörð. Hann hefur leyft okkur að sjá þessa hluti gerast.
Tek ekkert endilega ofan fyrir svo mörgum en beygi mig í duftið fyrir Honum.
Njótið lífsins...
2 ummæli:
Takk einnig fyrir mig og mína. Okkur fannst alveg rosalega gaman að koma og vera með ykkur í þessu. Hitta allt fólkið og hafa gaman.
Til hamingju aftur með þennan áfanga að verða hálf níræð ;)
Ykkar
Íris
Takk líka fyrir mig. Þetta var frábært!
Skrifa ummæli