sunnudagur, ágúst 14, 2005

Töðugjöldin

á Hellu, ollu mér vonbrigðum. Búið er að færa þetta af Gaddastaðaflötum, inní bæinn. Það var ekki til bóta. Aðstaðan var verri.
Hagyrðingar stigu á stall. Þeir voru fljúgandi færir en misstu marks vegna neðanmittisáherslu í kveðskap sínum. Þeir fóru langt yfir strikið. Ekki var um tvíræðni að ræða heldur klám.
Árni Johnsen náði ekki sömu stemningu og í fyrra. Raulið hans sem ekki fær háa söngfagurfræðilega einkunn, náði varla til áheyrenda svo langt var í sviðið frá mannskapnum, kannski var þetta gert af ásettu ráði mótshaldara svo hann næði ekki til áheyrenda ef hann vildi fara að heilsa að sjómannasið. Raggi Bjarna og Þorvaldur Ástvaldsson reyndu að ná upp stemningunni en tókst það trauðla. Það var svo gamla kempan Ómar Ragnarsson sem kom sá og sigraði, hljóp meira að segja óvænt í skarðið fyrir Guðrúnu Gunnarsdóttur sem forfallaðist. Hann fór algerlega á kostum.

Annars vorum við á Fitinni um helgina, erum farin að kunna svo vel við kyrrðina og róna í sveitinni. Hittum marga og áttum skemmtilega og afslappandi helgi.

Nú er bara vika í að síðasta skólaárið hefji göngu sína. BA próf í vor. Er líka nánast búinn að taka ákvörðun um að mastersgráðan verður tekin strax á næsta ári í beinu framhaldi.

Njótið daganna vinir.

2 ummæli:

Íris sagði...

Gaman að þið eruð farin að fara oftar á Fitina, það er svo fallegt þar!!
Annars lýst mér vel á að þú takir masterinn strax! Þú rúllar honum upp og verður orðinn lögmaður áður en þú veist af!!!

Kletturinn sagði...

Já er það nokkur spurning að karlinn plummi sig með sóma. Gangi þér vel með þetta allt saman.