miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Tímamót

Ættarmeðlimur telur tvö ár í dag. Já þau eru orðin tvö árin síðan við þeystum norður í ágætisveðri til að líta nýjasta fjölskyldumeðliminn. Sara Ísold hafði komið í heiminn eldsnemma um morguninn svo ekki var um margt að velja ef líta skyldi dömuna.
Við létum ekki vita um komu okkar, heldur birtumst bara í gættinni á stofunni. Ég mun seint gleyma andliti Örnu eða það litla sem sást í andlitið því hún gapti svo.
Það var skemmtileg uppákoma.
Til hamingju með árin bæði, litla afakrútt. Gaman að eiga vináttu þína - við erum nefnilega vinir.


Hún kemur oft til afa síns og segir "afi kitla" Þá á afi að kitla hana, og það finnst þeim báðum voðalega skemmtilegt.

Ekki leiðinlegt það!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið ertu ríkur maður Erling!

Nafnlaus sagði...

Já ég man sko eftir þessu þegar þið mamma komuð og ég var svoooo ánægð og ÓTRÚLEGA hissa að sjá ykkur. Takk fyrir afmæliskveðjuna, Sara Ísold biður að heilsa afanum sínum;);) Arna