Sé þetta skýrar eftir því sem ævina lengir. Auglýsing þar sem segir “ekki gera ekki neitt” þar sem vísað er í fjármál í óefnum, á ekki bara við um fjármál.
Fólk sem er að dansa tangóinn sinn, en nær ekki að dansa í takt, þarf að stoppa við og læra sporin upp á nýtt svo dansinn verði eitthvað í ætt við það sem kallað er tangó.
Ég heyrði einu sinni konu kvarta sáran yfir manni sínum. Hún kallaði hann jeppa á stórum dekkjum, en hún væri smábíll. Samlíkingin hennar gekk út á að hann krafðist af henni að hún elti hann á smábílnum sínum um ófærur lífsins, í jeppaförunum hans. Munurinn var bara sá að hún sat föst eftir. Hann spændi upp drulluna, yfir smábílinn hennar.
Mér þótti samlíkingin góð. Þarna voru hjón sem ekki dönsuðu í takt, það sást langar leiðir að þau voru ekki hamingjusöm.
Þetta er sorglegt dæmi um ljótan tangó. Best er ef takturinn verður svo fullkominn að hægt er að stíga sporin sem einn maður. Þá er hægt að vanga.
Og lífið sjálft hlær með.
1 ummæli:
Þið mamma stígið svo sannarlega sporin sem einn maður, það fer ekki framhjá neinum sem ykkur sér!!! Þið eruð einfaldlega æðisleg!!! Elska ykkur bæði alveg endalaust, ykkar uppáhalds Eygló :)
Skrifa ummæli