þriðjudagur, apríl 24, 2007

Það er bara þannig...

....að fólk fær misjafnar vöggugjafir. Við vorum á tónleikum hjá Söngskóla Reykjavíkur í kvöld. Meðal annarra var tengdasonur minn Karlott að syngja en hann hefur verið við söngnám í vetur. Ekki að það hafi komið mér á óvart þá söng hann afar vel. Með allri virðingu fyrir hinum sem einnig sungu, þá bar hann af.

Hverjum þykir sinn fugl fagur myndi einhver segja....en, hafandi sjálfur verið í kór til nokkurra ára og hlustað mikið á tónlist í gegnum árin tel ég mig geta lagt nokkuð óháð mat á hver getur sungið og hver ætti að sleppa því - ég til dæmis hætti....!

Vil nota tækifærið hér og óska tengdasyninum til hamingju með flottan söng, klingjandi tenór – flott.

4 ummæli:

Eygló sagði...

Já hann Karlott stóð sig svo sannarlega vel :) Þetta var rosalega flott hjá honum! Sjáumst hress, allavega á sunnudaginn :) Kveðja þín Eygló í sigurvímu ;) hehehehehehehe

Íris sagði...

Jebbs, verð bara að vera sammála þér hér!
Hann bar alveg af öllum hinum og ég tel að ég hafi smá vit á þessu líka ;)
Gaman að þið komuð öll að hlusta á hann, mér þótti vænt um það og honum líka!
Sjáumst, amk á sunnudaginn!
Íris

Nafnlaus sagði...

Ég þakka fyrir mig!!!

Ómetanlegt að þið komuð öll og sýndu mér stuðning... það var hápunktur fyrir sig að heyra hvað ykkur fannst - hvað þá að þið voruð ánægð...

...hjartað mitt er mjög glatt : )

Ykkar tengdasonur, Karlott

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega, hann bar af. Fyrir fallegasta sönginn, krúttlegustu dæturnar sem voru svo stoltar af pabba sínum og flottustu bumbulínukonuna á staðnum. Karlott: Takk fyrir sönginn:):) Arna