sunnudagur, maí 06, 2007

Einskonar veiðiferð...

Það er kannski of djúpt í árina tekið að tala um eggjatínslu sem
veiðiskap. Það er samt á svipuðum stað í huganum. Bernskuárin bera í farteskinu margar minningar af vorferðum til eggja. Þá var farið niður í sandgræðslugirðingu sem kallað var.
Stórt svæði á söndunum sem landgræðslan var með til uppgræðslu. Þar tíndum við grágæsaregg.


Ég fór í eggjaferð í morgun ásamt tveimur bræðra minna, Hansa og Danna. Við fórum að Heklurótum og gengum upp með Tungnaá.
Heiðagæsin verpir um allt land í klettum og syllum, eins og nafnið ber með sér, helst til heiða og fjalla nálægt vötnum eða ám.




Læt fylgja nokkrar myndir að gamni.

Þessi mynd er af Þjórsá rétt fyrir ofan Þjófafoss
sunnan við Búrfell








Níu egg á mann var afraksturinn. Þetta var skemmtileg ferð í góðum félagsskap.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh, pant ég koma með í næstu ferð. Ég fékk alveg svona útiveruhrísling um mig þegar ég sá myndirnar. Sumarið er yndislegt.... Sjáumst hjá ömmu á eftir pabbi...Arnan þín:):)

Eygló sagði...

Ég líka pant :) Þetta er svo skemmtilegt!! mmmm svona egg eru líka svoo góð linsoðin með maldonsalti stráð ofan á! Slúrp! Sjáumst á eftir, Eyglóin þín :)