sunnudagur, ágúst 12, 2007

Afmælisgjöf

Löngu fyrir tímann. Mér var færð forláta myndavél. Canon EOS digital Rebel XT. 8 milljón pixla linsuvél. Gjöfin var frá Erlunni minni og Hrund og Örnu.

Ég hef lengi haft gaman af því að taka myndir en aldrei átt vél sem uppfyllir einhverja gæðastaðla. Þessi er mjög góð með grilljón möguleika á mismunandi stillingum. Ég verð líklega að fara á námskeið svo hún nýtist mér eins og hún hefur möguleika til.

Við dvöldum á Föðurlandi um helgina, reyndar frá fimmtudegi til sunnudags. Frábær tími og notalegur. Ég missti mig alveg í myndatökum um helgina. Ég tók ekki nema ca 400 myndir, misgóðar auðvitað. Ég ætla að setja nokkrar hér inn á síðuna svo þið getið séð smá sýnishorn.




Skýjafarið var eitthvað svo magnað,













Kvöldsett












og dalalæða læddist yfir þegar ekki naut sólar lengur. Sjáið hestana gægjast upp úr þokunni......










Ekki alveg í fókus, fannst Þríhyrningur bara svo flottur þarna.





Átti ágætis spjall við þennan






Smá rómantík var viðhöfð líka.....










Það er hægt að stækka myndirnar með því að klikkja á þær......






Langar að koma mér upp myndasíðu. Held ég þurfi hjálp við það.....auglýsi hér með eftir sjálfboðaliða, gæti heitið Íris t.d...... !
Njótið daganna.

4 ummæli:

Íris sagði...

Innilega til hamingju með myndavélina ;) Hún er rosa flott. Ég fór út í gær og tók tæplega 200 myndir á einum degi :) Hrikalega gaman að taka myndir.
Vonandi á myndavélin eftir að endast þér vel ;)
kv. Íris

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með góða vél. Gott auga hefurðu vélarlaust, svo að nú ættu að verða til góðar ljósmyndir. Þessar hérna lofa mjög góðu. Kveðja, BÓ.

Hrafnhildur sagði...

Til hamingju með gripinn, ég þekki af eigin raun þessa dellu. Leikandi létt að taka hundruðir mynda á "no time :)
kv. Hrafnhildur

Nafnlaus sagði...

Flottar myndir. Innilega til hamingju með myndavélina.

bestu kveðjur

Kiddi Klettur