Mér sýnist akkúrat passlegt að fara utan núna. Farið að kólna hér norðurfrá og gott að lengja sumarið aðeins með því að skreppa sunnar. Við höfum ekki farið til eyjunnar fögru í miðjarðarhafinu í sjö ár. Við ætlum að dvelja þar í tvær vikur með vinum okkar Heiðari og Sigrúnu. Staðurinn sem við verðum á heitir Port´d Andratx, vestur af Palma.
Mæjorka (íslenska heitið) er heillandi staður. Hún skipar sérstakan sess í huga okkar enda fyrsti sólarstrandar staðurinn sem við fórum til.
Þá skruppum við með sömu vinum okkar í fjögurra daga ferð, eftir níu ára sumarfríslaust vinnualka tímabil. Eftir það varð ekki aftur snúið. Við höfum síðan farið í margar ferðirnar saman bæði innan- og utanlands sem skreyta minningatréð okkar. Gott að eiga góða vini.
Myndin er frá Port´d Soller, stað sem við eigum góðar minningar frá. Minnir mig t.d á snilldar góðan nýkreistan appelsínusafa beint af akrinum.
Það er aldrei að vita nema við látum heyra í okkur á síðum bloggsins ef við finnum nothæfa tölvu til þess.
Hafið það gott á meðan vinir mínir nær og fjær.
Með ssssssssssssssólarkveðju
1 ummæli:
Skemmtið ykkur alveg svakalega vel og við hlökkum til að fá ykkur aftur heim, brún og sæl ;)
kv. héðan úr Háholtinu :)
Skrifa ummæli