Þessi hey- eða graslykt sem var svo megn í hitanum ásamt maðkaflugusuði sem lét einhvernveginn svo vel í eyrum, gerir þessi minningarbrot friðsæl, ljúf og áhyggjulaus.
Eitthvað í þessa veruna skýst upp í hugann við ilmandi töðulykt.
Annars vorum við á Fitinni í gær. Ég er að reisa annan kofa á lóðinni. Eins og þið vitið sem þekkið mig er ég orðinn hálfgerður ættargúrú. Á orðið heila ætt eða hér um bil. Fjölskyldan hefur stækkað hratt og pínulitli kofinn rúmar fáa.
Ég steypti undirstöður á föstudaginn og vann svo í gólfgrindinni í gær, þangað til við fórum í fimmtugsafmæli Auju mágkonu minnar. Afmælið var haldið í veislusal á Hellishólum í Fljótshlíð. Merkilegt hvað hægt er að gera fjós vistlegt. Þetta var ærleg veisla með veislustjórn og öllu. Þarna hitti ég nokkra gamla sveitunga mína sem gaman var að spjalla við. Eins áttum við gott samfélag við afmælis”barnið” og aðra meðlimi fjölskyldunnar.Veðrið var yndislegt á Fitinni í morgun, glampandi sól og hiti. Við fórum samt snemma eða um hádegisbilið. Önnur afmælisveisla var í sigtinu. Thea dóttir Theodórs varð tvítug. Það var líka fínasta veisla og samfélag vina og vandamanna. Við áttum svo samfélag hér í húsinu við ána með nokkrum dætra okkar, öðrum tengdasyninum og barnabörnum. Það er gott að fá að vera hluti af svona sterkri heild, fjölskyldu sem stendur saman gegnum súrt og sætt.
Ég er ríkur maður, blessaður með miklu barnaláni og giftur þvílíkri gersemi.
2 ummæli:
Mér finnst alveg frábært hvað það er að verða svakalega flott á Fitinni! Verður ekkert smá gaman að vera þar í sumar með rólur, rennibraut og sandkassa! Bara snilldin!
Sjáumst sem fyrst!
Þín elsta dóttir
Íris
Elska þig pabbi:) Arnan
Skrifa ummæli