fimmtudagur, maí 29, 2008

Katastrofa...

....segja þeir í Póllandi. Ég var fjarri þegar skjálftinn reið yfir. Var akandi á leið til byggingafulltrúa á Hvolsvelli með teikningar.
Ég fékk hinsvegar símtal rétt mínútu eftir skjálftann og brunaði af stað á Selfoss.
Aðkoman..... vægt til orða tekið... allt í skralli.

Húsið okkar er samt alveg óskemmt en glingrið hennar Erlu endaði margt tilveru sína. Verst með það glingrið sem á sér sögu, keypt í ferðum okkar víða, tengist margt góðum minningum.
Ég set hér nokkrar myndir, þær segja meira en mörg orð.







Efri hæðin .......











Fjölskyldumyndirnar....











Þvottahúsið




















efri hæðin aftur













Eldhúsið....

6 ummæli:

Íris sagði...

Úff þetta er svakalegt! Finn mikið til með ykkur sem og öllum sem þarna búa og komu heim til sín og allt í rúst!
Vona að þið náið ykkur af þessu andlega áfalli og þó þetta séu bara veraldlegir munir sem hægt er að bæta þá er þetta samt áfall! Þökkum samt fyrir að engin alvarleg slys voru á fólki!
Sjáumst vonandi sem fyrst!
Þín elsta dóttir
Íris

Eygló sagði...

Það er alveg rosalega að sjá þessar myndir!! Stóra þunga bókahillan uppi sem var full af bókum komin á hliðina, þetta hefur verið enginn smávegis kraftur að verki!
En gott að allir eru ómeiddir og ég segi eins og Íris að vonandi náið þið ykkur af þessu áfalli..
Kveðja þín Eygló

Heidar sagði...

Takk góði Guð að ég á heima í Reykjavík! Þetta er alveg svakaleg kaos, gangi ykkur vel að koma þessu heim og saman, það verður meira en að segja það og þið ekki öfundsverð.

Nafnlaus sagði...

ömurlegt... í einu orði sagt :/

kv. Hrund

Nafnlaus sagði...

Svakalegt ástand. Vona að tiltektin gangi vel.
Guð veri með ykkur.
Kv.
Ketill og co

Nafnlaus sagði...

Úff finn til með ykkur öllu. Það er nú bara lán í óláni að þetta átti sér stað á virkum degi og enginn heima.

Kveðja Davíð