Og nu er vi i Støvring hos Oli og Annette....og höfum það svona stórgott. Það er búið að vera frábært veður í ferðinni. Við löbbuðum mikið í Kaupmannahöfn, fórum á nýja staði sem við höfum ekki komið á áður, mjög gaman. Við flugum hingað yfir til Álaborgar. Það var þægilegt, tók bara 25 mínútur, þotan fór bara upp og strax niður aftur. Við fórum til Silkiborgar í gær með Óla. Hann átti vinnutengt erindi þangað. Við keyrðum svo þar um meðan hann fundaði eitthvað.
Í morgun vöknuðum við við mikinn gauragang, þrumur og eldingar. Ég hafði gaman að því, og ég held Erlan bara líka.
Verðlagið hér er engu líkt. Gengið er 25 krónur á dönsku krónunni. Sem dæmi keypti ég sitthvorn kaffibollann handa okkur fyrir 1250 krónur. Ein pylsa og kók kostar líka 1250 krónur. Það er furðulegt að hafa á tilfinningunni að hafa verið rændur eftir að hafa keypt eina pulsu...
Við ætlum í búðir í dag... :0) Loksins að maður fær að kíkja aðeins í búðarskammirnar.
Hafið það gott vinir mínir heima..... Ég þrauka daginn, það er áralöng reynsla fyrir því.
1 ummæli:
Skemmtileg lesning, hafið það gott!
Við biðjum að heilsa
Skrifa ummæli