Við létum loksins verða af því að klifra upp á Esjuna. Ég verð að viðurkenna að hún er hærri en mig minnti (læt líta út að ég hafi farið áður) ok, hærri, en ég hélt. Við fórum með Írisi og Karlott. Það var virkilega gaman að fara upp. Það tók á. Við erum samt að taka okkur á í hreyfingarmálum og hollustunni. Enda má segja að árin krefjist þess og... skólinn, maður situr svo mikið orðið við lestur.
Næst er það nágranni okkar Ingólfsfjall. Það er nú mun lægra en Esjan svo það ætti ekki að verða svo erfitt.
.....Svo er það Þórisvatnið á miðvikudaginn að kitla veiðitaugarnar. Já lífið er ljúft. Ég verð að henda inn eins og einni mynd af frúnni á Esjutoppnum.... til að sanna mál mitt.
3 ummæli:
oohh GEÐVEIKT! :) ótrúlega flott hjá ykkur að hafa farið upp á Esjuna:)
-Hrund
Gaman að lesa þessa síðu, það er hægt að lesa gæsku, góðvild og hamingju hjá viðkomandi.Góðar stundir
Þetta var mjög gaman!
Takk fyrir skemmtilega stund.
Þið voruð svakalega dugleg!
ps. Erling, þú varst flottur þarna í lokin með teygjuæfingarnar... hehe
Kveðja úr Háholtinu,
Karlott
Skrifa ummæli