
hafi úthlutað þessu svæði litadýrð og náttúrufegurð af meiri rausn en annarsstaðar, og er þó af miklu að taka.

Það var virkilega gaman að koma þangað og líta fossinn augum.
Umhverfið var aðeins öðruvísi en ég gerði ráð fyrir. Ekki að það væri ljótara heldur kom á óvart að fossinn væri ekki í enda Eldgjár heldur kemur hann þvert á gjána. Verst að steinboginn skyldi hrynja, það er sjónarsviptir af honum. Samt gríðarlega falleg náttúrusmíð.
Svo fórum við áleiðis í Skáftártungu en ákváðum á leiðinni þangað að fara Álftavatnaleið inná syðri fjallabaksleið. Það er 20 km. vegalengd og yfir eitt djúpt vað að fara, Syðri ófæru. Það gekk allt vel og við komum niður á syðri leiðina við Hólmsá sem er annað djúpt vað. Þaðan fórum við svo yfir Mælifellssand um endalausar jökulsársprænur því það var orðið áliðið, en þá hækkar í öllum jökulám. Þar er ekið eftir stikum um sandinn til að forðast sandbleytur.

Hér er Erlan við bílinn eftir svaðilfarir dagsins. Bláfjallakvíslin náði upp að listum á hurðunum.
Við vorum himinlifandi með ferðina enda bæði forfallnir ferðaidjótar, sérstaklega um fjalllendi. Svo ánægð að við tókum þá ákvörðun að endurtaka þessa ferð að ári og bjóða þeim sem hafa áhuga á, að slást í för með okkur. Eina sem til þarf er áhugi og jeppi......!
Oft varð okkur að orði þegar fegurð fjallanna snerti innra með okkur viðkvæma föðurlandsstrengi, hvort eitthvað væri til fallegra en landið okkar.
Oft varð okkur að orði þegar fegurð fjallanna snerti innra með okkur viðkvæma föðurlandsstrengi, hvort eitthvað væri til fallegra en landið okkar.
Ég set smá myndasýnishorn hér inn, en við tókum á fjórða hundrað myndir :0)
Svo eru nokkrar komnar inn á Flickr....
1 ummæli:
Stórkostleg náttúra og mjög fallegar myndir!
Ísland er bara dásamlegt land, í alla staði!
... nei, nú verður keyptur jeppi, maður verður að fara skoða landið sitt betur : )
Takk fyrir flottar myndir og sögu með.
Kveðja,
Karlott
Skrifa ummæli