þriðjudagur, ágúst 10, 2010

Pása

þá er það kærkomin pása. Okkur hefur aldrei leiðst Danmörk að ráði ef marka má fjölda ferða okkar þangað. Það má alveg segja að danskurinn hafi hitt okkur sérlega í mark með matargerð og fleiru sem hefur fallið að smekk okkar í gegnum tíðina.
Nú er ferðinni enn heitið þangað. Við bregðum út af vananum í þetta sinn og gistum hjá Bitten og fjölskyldu en Bitten er gömul pennavinkona Erlu frá ómunatíð. Við höfum hist annað slagið og kunningsskapur haldist í gegnum árin.
Síðan förum við norður til Óla og Annette og við náum líka Tedda og Kötu áður en þau koma heim.
Fyrst og fremst er þetta kærkomið frí frá önnum sumarsins. Það verður gott að taka sig frá og njóta þess að vera til, hafa engar skyldur nema að hafa það gott.

Íslandus er í góðum höndum Hrundar á meðan við erum í burtu ásamt starfsfólki sem er farið að ráða betur og betur við starfið.

Njótið daganna gott fólk á meðan við erum í burtu.

Engin ummæli: