Ég hef sjaldan eða aldrei snætt jafnmikinn og góðan mat og þessi jólin. Kannski er ég orðinn svona hömlulaus að ég ræð mér ekki við kjötkatlana eða maginn svona þroskaður að hann sjái um að melta fæðuna hraðar þegar mikið er á boðstólum, tel mér trú um það síðarnefnda.
Við höfum átt góð jól, aðfangadagur í rólegheitunum með yngstu dótturina með okkur og svo alla ættina okkar á jóladag og fram á annan í jólum en veðurspáin var mjög varhugaverð og því gisti hópurinn hjá okkur. Mér sýndist á öllu að börnunum allavega leiddist það ekki svo ýkja mjög. Allavega fékk ég þau komment frá Petru Rut þegar ég sagði að það væri bara skollið á með logni að það væri mjöööög vont veður á fjallinu ennþá og ekki nokkurt vit í að reyna að fara heim og sitja þar fastur og því borgaði sig að allir myndu gista. Ég var auðvitað sammála þessum sterku rökum og þar með var það ákveðið.
Dagurinn í dag var tekinn rólega því á morgun hefst alvaran. Við fórum í gönguferð um bæinn okkar og enduðum í kaffi hjá Tedda og Kötu. Hressandi að fá loft í lungun og hreyfa sig aðeins eftir át tíðina.
kvöldið verður líka á rólegu nótunum, lestur góðra bóka eða eitthvað annað jafn skemmtilegt.
Já lífið er gott.
mánudagur, desember 27, 2010
laugardagur, desember 25, 2010
Upp er runninn jóladagur
Ákaflega hvítur og fagur. Það snjóaði í nótt og nú er allt hvítt og fallegt. Ekki einu sinni bílför á götunni. Ég vaknaði við snjóþekju sem rann fram af þakinu og krumma vin minn sem flögraði framhjá glugganum mínum og krunkaði svo ég svæfi nú ekki fram á dag.
Ég átti góðan aðfangadag í gær með öllum siðunum og formfestunni sem einkennir þennan dag. Hrund fékk möndluna, í fyrsta sinn í fimm ár sagði hún. Ég fékk þrjár bækur svo ég þarf ekki að láta mér leiðast. Furðustrandir eftir Arnald, Ég man þig eftir Yrsu og svo fékk ég bók um Sigga tófu sem var refaskytta í mínu ungdæmi. Það verður skemmtilegt að glugga í hana.
Ég vaknaði saddur eins og gjarnan á þessum degi. Eftir fullfermi af hamborgarahrygg kemur hrísgrjónabúðingurinn (eins og mömmu) sem er saðsamur og ekki hægt að borða lítið af honum - átak eftir jólin takk. Við settumst svo og horfðum á jólatónleikana í Fíladelfíu, flottir að vanda svo í framhaldinu skoðuðum við Frostrósartónleika frá því í fyrra svo það var tónlistarveisla hjá okkur í gærkvöldi og fram á nótt.
Dagurinn í dag verður líka samkvæmt hefðinni. Hingað kemur ættleggurinn okkar allur og við borðum saman hangikjöt seinni partinn. Það verður gaman að fá þau hingað - mikið gaman mikið fjör. Ég geri ráð fyrir að barnabörnin þurfi að segja okkur eitt og annað af jólunum sínum og kannski sýna okkur eitthvað líka.
Lífið er gott og jólafriðurinn býr hér í Húsinu við ána.
Njótið dagsins... í æsar.
Ég átti góðan aðfangadag í gær með öllum siðunum og formfestunni sem einkennir þennan dag. Hrund fékk möndluna, í fyrsta sinn í fimm ár sagði hún. Ég fékk þrjár bækur svo ég þarf ekki að láta mér leiðast. Furðustrandir eftir Arnald, Ég man þig eftir Yrsu og svo fékk ég bók um Sigga tófu sem var refaskytta í mínu ungdæmi. Það verður skemmtilegt að glugga í hana.
Ég vaknaði saddur eins og gjarnan á þessum degi. Eftir fullfermi af hamborgarahrygg kemur hrísgrjónabúðingurinn (eins og mömmu) sem er saðsamur og ekki hægt að borða lítið af honum - átak eftir jólin takk. Við settumst svo og horfðum á jólatónleikana í Fíladelfíu, flottir að vanda svo í framhaldinu skoðuðum við Frostrósartónleika frá því í fyrra svo það var tónlistarveisla hjá okkur í gærkvöldi og fram á nótt.
Dagurinn í dag verður líka samkvæmt hefðinni. Hingað kemur ættleggurinn okkar allur og við borðum saman hangikjöt seinni partinn. Það verður gaman að fá þau hingað - mikið gaman mikið fjör. Ég geri ráð fyrir að barnabörnin þurfi að segja okkur eitt og annað af jólunum sínum og kannski sýna okkur eitthvað líka.
Lífið er gott og jólafriðurinn býr hér í Húsinu við ána.
Njótið dagsins... í æsar.
föstudagur, desember 24, 2010
Glaður maður
Jólin eru að koma. Aðfangadagur og allar seremoníurnar sem honum fylgja. Seremoníurnar eru góðar, þær eru erfðagóss. Það eykur á gleði mína að skólagöngu minni er lokið, fékk það staðfest í gær. Þá hefst næsti kafli... sálfræðin. Erla var reyndar eitthvað að malda í móinn svo ég þarf að tækla það einhvernveginn. Nema hugsanlega að ég láti hér staðar numið í námsfýsi minni og segi stopp ;o)
Aðfangadagur er einn "fallegasti" dagur ársins. Hann er svo fullur hefða að það hálfa væri mikið, sem við höfum bæði fengið að láni úr foreldrahúsum og skapað sjálf. Þótt við séum ekki lengur með fullt hús barna sem skreyta jólahaldið óneitanlega, þá höldum við jólin með sama sniði og venjulega. Hrísgrjónagrauturinn er fastur liður sem alla hlakkar til borða. Hamborgarhryggurinn með sama sniði og venjulega, meðlætið allt - reyndar höfum við breytt einu eftir að Bjössi hennar Eyglóar kom í ættina. Hann gerir afar gott rauðkál sem við höfum bætt í hefðina okkar.
Erla er að brölta á efri hæðinni, hún er yndislegt eintak. Ég hlakka til að sjá jólaglampann í augunum á henni þegar hún kemur niður enda leitun að öðru eins jólabarni. Hrundin var á næturvakt í Vallholti í nótt svo hún sefur eitthvað fram eftir degi.
Hér vil ég að gamli hátíðleikinn ríki, með fjárhirðana og boðskapinn um fæddan frelsara og frið og fögnuð á jörðu sem engillinn boðaði á völlunum. Það er hinn sanni hátíðarandi sem pakkajólin og ofátið fær aldrei toppað.
Þið sem lesið síðuna mína ennþá - eigið góðan aðfangadag og gleðileg friðarjól.
Aðfangadagur er einn "fallegasti" dagur ársins. Hann er svo fullur hefða að það hálfa væri mikið, sem við höfum bæði fengið að láni úr foreldrahúsum og skapað sjálf. Þótt við séum ekki lengur með fullt hús barna sem skreyta jólahaldið óneitanlega, þá höldum við jólin með sama sniði og venjulega. Hrísgrjónagrauturinn er fastur liður sem alla hlakkar til borða. Hamborgarhryggurinn með sama sniði og venjulega, meðlætið allt - reyndar höfum við breytt einu eftir að Bjössi hennar Eyglóar kom í ættina. Hann gerir afar gott rauðkál sem við höfum bætt í hefðina okkar.
Erla er að brölta á efri hæðinni, hún er yndislegt eintak. Ég hlakka til að sjá jólaglampann í augunum á henni þegar hún kemur niður enda leitun að öðru eins jólabarni. Hrundin var á næturvakt í Vallholti í nótt svo hún sefur eitthvað fram eftir degi.
Hér vil ég að gamli hátíðleikinn ríki, með fjárhirðana og boðskapinn um fæddan frelsara og frið og fögnuð á jörðu sem engillinn boðaði á völlunum. Það er hinn sanni hátíðarandi sem pakkajólin og ofátið fær aldrei toppað.
Þið sem lesið síðuna mína ennþá - eigið góðan aðfangadag og gleðileg friðarjól.
fimmtudagur, desember 16, 2010
Gráð, hiti tvö stig.
Það lygnir smátt og smátt í huganum eftir hvassviðrið undanfarnar vikur. Ég gat samt ekki sofið út í morgun frekar en fyrri daginn. Ég verð einhverja daga að fatta að ég þurfi ekki að rífa mig upp og halda áfram að vinna. Ég skilaði af mér ML ritgerðinni í gær. Ég er meðvitaður um að þessi hraði færir mér líklega lægri einkunn en ella. Það verður samt að segjast eins og er að hugsunin um að þetta sé búið vegur upp þau vonbrigði, ef það verður þannig.
Það var svolítið skrítin tilfinning að labba um í skólanum í gær - síðustu skrefin sem nemi. Erlan gekk með mér þessi síðustu skref sem er táknrænt því hún á svo stóran þátt í því að þetta gekk upp. Svo gengum við saman í takt út aftur og lokuðum þar með dyrum þessa skólagöngutímabils "okkar". Já það er ljóst, ég er vel gefinn ;o) ...Erlunni minni og er þakklátur fyrir hana.
Nú liggur fyrir að koma í horf þeim verkefnum sem ég hef ekki sinnt undanfarið, svo sem að skipta um ljósaperur í bílnum, hengja upp jólaljósin ásamt ýmsu öðru. Ég hef ekki verið sá iðnasti við skyldustörfin.
Við vorum í Reykjavíkinni í gær í blíðskaparveðri, það hefur verið vorblíða undanfarið og alls ekki eins og það séu að koma jól. Þau eru víst handan hornsins samt og eins gott að fara að lát sig detta í jólagírinn. Það liggur fyrir að setjast niður og skrifa jóla og áramótakveðju til vina og vandamanna, þetta er fimmta árið sem við sleppum kortakaupum en sendum smá fjölskylduannál í staðinn, bara gaman að því.
Það verður aftur farin kaupstaðarferð í dag, smá dekur fyrir matargötin. Við ætlum að eyða gjafabréfi sem við eigum ennþá eftir fimmtugsafmælin okkar.
Svo er bara að setja sig í jólagírinn og fara að njóta lífsins.
Hvet ykkur til að gera það sama vinir.
Það var svolítið skrítin tilfinning að labba um í skólanum í gær - síðustu skrefin sem nemi. Erlan gekk með mér þessi síðustu skref sem er táknrænt því hún á svo stóran þátt í því að þetta gekk upp. Svo gengum við saman í takt út aftur og lokuðum þar með dyrum þessa skólagöngutímabils "okkar". Já það er ljóst, ég er vel gefinn ;o) ...Erlunni minni og er þakklátur fyrir hana.
Nú liggur fyrir að koma í horf þeim verkefnum sem ég hef ekki sinnt undanfarið, svo sem að skipta um ljósaperur í bílnum, hengja upp jólaljósin ásamt ýmsu öðru. Ég hef ekki verið sá iðnasti við skyldustörfin.
Við vorum í Reykjavíkinni í gær í blíðskaparveðri, það hefur verið vorblíða undanfarið og alls ekki eins og það séu að koma jól. Þau eru víst handan hornsins samt og eins gott að fara að lát sig detta í jólagírinn. Það liggur fyrir að setjast niður og skrifa jóla og áramótakveðju til vina og vandamanna, þetta er fimmta árið sem við sleppum kortakaupum en sendum smá fjölskylduannál í staðinn, bara gaman að því.
Það verður aftur farin kaupstaðarferð í dag, smá dekur fyrir matargötin. Við ætlum að eyða gjafabréfi sem við eigum ennþá eftir fimmtugsafmælin okkar.
Svo er bara að setja sig í jólagírinn og fara að njóta lífsins.
Hvet ykkur til að gera það sama vinir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)