fimmtudagur, mars 17, 2011

Þabbara eins og kominn sé vetur...!

Janúar og mars hafa skipt um hlutverk. Janúar heldur að hann sé vormánuður og mars að hann sé janúar. Virðist vera að koma vetur hér.
Eru ekki allir að gera upp hug sinn varðandi Icesave? Ég vona að allir vinir mínir séu nógu hugsandi til að setja já á kjörseðilinn. Nú er meira að segja nauðsynlegt að mæta á kjörstað með jáið sitt til að minnka hættuna á framhaldskreppu eða jafnvel öðru hruni. Snillingurinn forsetinn sem ýtti okkur út á þennan hála ís hefur aldrei verið vinsælli. Merkilegt hvernig hjarðeðlið getur blindað sýn hugsandi fólks, eða er fólk kannski ekkert að hugsa, annað en það sama og fyrir hrun að við séum mest og best, hinn ósigrandi her. Eins og ég sagði um daginn þá er fólk kannski ekki endilega fífl.... en svakalega eru til margir áhættusæknir kjánar...!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef það er 100% öruggt að við þurfum ekki borga Icesave að fullu ef við förum dómstólaleiðina að þá er nokkuð öruggt að maður segi nei.
Hins vegar þegar ekkert er öruggt í þessu nema öruggur samningur er fýsilegasti kosturinn í þessari stöðu að segja já.

Kv
Bjössi