... bera minnsta ábyrgð svo ég ætla ekki að taka jafn djúpt í árinni eins og mér er innanbrjósts. Nú liggur fyrir að meirihluti þjóðarinnar sagði nei í kosningunum. það er ekkert við því að gera annað en að sjá hvað verður. Eitt er samt dagljóst, þetta þýðir framlengingu á kreppunni.
Núna finnst mér blasa við það sem ég kastaði fram hér um daginn að málið átti ekkert erindi í þjóðaratkvæði því að allur þorri fólks hefur ekki forsendur til að mynda sér skoðun á málinu af viti, málið er allt of flókið sem sést best á niðurstöðunni, Hættan við svona flólkið lögfræðilegt mál er sú að það sé reynt að klæða það í einfaldan búning, sem það passar ekki í, til að hafa áhrif á hvernig fólk kýs. Það gefur auga leið að það er auðveldara að segja fólki með frösum að það hafi ekki flogið með einkaþotum eða siglt á lystisnekkjum og því eigi það að segja nei. Eða að það eigi ekki að borga fyrir óreiðumenn. Eða að það eigi ekki að láta kúga sig og þar fram eftir götunum, en að segja því að það sé ódýrara og farsælla að semja um málið og snúa sér að uppbyggingu samfélagsins.
Vigdís Finnbogadóttir var góður forseti, hún sagði já vegna þess að það væri farsælla fyrir landið og þjóðina. þar hitti hún naglann á höfuðið með einni setningu.
Það er ekki orði eyðandi á núverandi forseta, sá pólitíkus og skrautfjöður útrásarvíkinganna sem settu okkur á hausinn er sennilega meiri skaðvaldur en víkingarnir sjálfir. Ég sakna Vigdísar, skarpgreindur og hæfur forseti. Við værum ekki að svamla í þessari for ef hún væri við stýrið.
Ég ætla samt ekki að eyða dögunum í pirring yfir þessu floppi okkar heldur lít ég bjartsýnn fram á veginn.
Það er reyndar lengra í sumarið en ég vonaði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli