Hér gerast menn langeygir eftir vorinu. Ég horfi á árbakkann sem ætti að vera orðinn grænn af vorbrumum á hverju strái en í staðinn sé ég ...snjó. Hann er ágætur en bara á þeim tímum sem hann er samþykktur. Hann er boðflenna í þessu partíi, þemað átti að vera grænt.
Það verður að hafa það, vorpartíinu verður bara frestað enn um sinn. Við höldum þá bara páskapartí í staðinn.
Ég á von á öllum ættleggnum mínum hingað í dag. Við ætlum að eiga góða samveru og borða hænsnarungabita (færeyska) saman seinni partinn. Það er alltaf gaman að hittast, það telst garðrækt. Garðurinn okkar stendur raunar í blóma því veturinn er liðinn og vorrigningarnar um garð gengnar.... Kurr turtildúfunnar heyrist og hér drýpur hunang af hverju strái. Ég hef sagt ykkur þetta oft, Selfoss rúlar.
Ég hlakka til dagsins og lít björtum augum til framtíðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli