Svo sannarlega má halda því fram. Hann er auðvitað lífsnauðsynlegur eins og best sést á fólki sem ekki hefur neitt að borða. Hann er líka ánægja. Bragðkirtlaríku fólki eins og mér getur fundist það upplifa ákveðna sælutilfinningu við að borða góðan mat, þá á ég við eitthvað sem kætir bragðlaukana meira en annað.
Það fylgir þó böggull skammrifi því mat er hægt að misnota eins og annað. Það er með öðrum orðum hægt að éta sig í gröfina.
Ég var að lesa sögu ungrar konu sem glímdi við átfíkn. Sú fíkn er ekkert skárri en aðrar fíknir, hún veldur sársauka og getur drepið ef ekki er gripið inn í.
Ég er hrifinn af fólki sem lætur hendur standa fram úr ermum, setur sér markmið og framkvæmir síðan það sem þarf til að markmiðið náist.
Sumir setja sér nefnilega markmið en gleyma því nauðsynlegasta... að vinna.
Þar skilur á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem gera það ekki.
Þetta var bara svona smá hint út í loftið...
Eigið góðan dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli