Við verðum meiri þáttakendur í 1. maí hátíðarhöldunum næstu en við höfum verið þekkt að áður. 1. maí skrúðgangan byrjar hjá brúnni klukkan 11:00 og gengur Austurveginn að Íslandus ísbar og skrifstofum verkalýðsfélaganna. Hátíðardagskráin verður svo á planinu hjá okkur, fornbílaklúbburinn verður með sýningu á bakvið hús og innandyra verður andlitsmálning fyrir börnin og ístilboð í tilefni dagsins. Svo ætlum við í tilefni dagsins að bjóða fólki að smakka ískaffið okkar frá klukkan 12:00 - 14:00, í boði hússins. Smellið á plakatið til að skoða betur dagskrána.
Það verður bara gaman að taka þátt í bæjarlífinu með þessum nýja hætti. Ég býð hér með vinum mínum sem lesa bloggið mitt eða fésbók að koma við og fá sér hressingu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli