...tautaði hann hokinn í baki um leið og hann hvarf inn um hurð sem lokaðist á eftir honum. hún opnaðist strax aftur, fjóra poka af hvoru sagðirðu?
Ha já... svo hvarf hann aftur. Gull og gersemi hugsaði ég, góður með sig. Ég beið smá stund meðan hann fann til pokana.
Þú ert með þetta allt í kollinum? Já já allt í kollinum sagði hann og tölurnar ultu á blaðið úr pennanum hans.
Ég er gull og gersemi, tautaði hann áfram, gimsteinn elskuríkur.....
Svo leit hann snöggt upp til mín og spurði: Hvort er betra að segja "Ég er gull og gersemi gimsteinn elskuríkur", eða "Ég er djásn og dýrmæti, Drottni sjálfum líkur"...?
Hann beið eftir svarinu annarshugar um leið og hann kláraði að skrifa nótuna. Hvort er betra?
Tja þegar stórt er spurt... svaraði ég, ætli það falli ekki undir guðlast að líkja sér við sjálfan Drottinn.
Hann kláraði nótuna, rétti mér hana og leit fast á mig.
Ég veit það ekki sjálfur... bara veit það ekki... en keyptu alltaf sem allra mest af mér og farðu varlega í umferðinni... og vertu blessaður.
Já, blessaður. Ég bar pokana út og setti þá í skottið á bílnum mínum, settist undir stýri og keyrði burt... ásamt Erlunni
Engin ummæli:
Skrifa ummæli