...sumarið. Það var eins og við manninn mælt, um leið og hitinn rauk upp fylltist ísbúðin af ísþyrstum frónbúum sem voru meira en til í að hrista af sér vetrarslenið með gómsætum og svalandi ís.
Gærdagurinn var snilld. Við vorum virkir þáttakendur í hátíðarhöldunum sem voru á baklóðinni hjá okkur. Þar var fornbílaklúbburinn með sýningu og svo voru söngatriði og ræður. Við vorum með andlitsmálningu fyrir krakkana sem vakti mikla lukku. Enda var stanslaus biðröð í málunina í nokkra klukkutíma. Sannkölluð karnivalstemning í ísbúðinni.
Forsmekkurinn að sumrinu, það verður mikið að gera. Basicplus er í fínum gír líka, við höfðum opið í gær í nokkra klukkutíma fyrir konurnar sem komu með börnin í málningu, þær voru kátar með það. Konur og föt, að ég tali nú um skó, er einhver blanda sem við karlar ættum ekkert að vera að reyna að skilja.
Njótið frekar góða veðursins, það geri ég.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli