föstudagur, maí 20, 2011

Hvad er det på dansk.

Nú er það Stövring. Óli og Annette eru söm við sig, gestrisin og góð heim að sækja. Jytte, móðir Annette, dvelur hér en hún er fárveik af krabbameini. Það er gæfa fyrir hana að fá að vera með þeim þennan tíma sem hún á eftir en það er ljóst í hvað stefnir. Annette annast móður sína af einstakri natni og umhyggjusemi.

Dagurinn er ætlaður í snatt sem meðal annars snýst um að skoða ísbúðir. Ekki að við séum svo mikið fyrir ís heldur neyðumst við til að kíkja í nokkrar vegna bisnessferðayfirvarps ferðarinnar... sem var reyndar bara grín, ferðin er hugsuð sem smá afslöppun fyrir annatímann sem er framundan hjá okkur og ísbúðarheimsóknirnar eru bara til að smakka góðan ís.

Við Erlan njótum lífsins eins og það kemur til okkar hvern dag, þannig er jú lífsdansinn, óvæntur og skemmtilegur.

Engin ummæli: