fimmtudagur, maí 05, 2011

Er það forsvaranlegt?

Það heyrast alltaf raddir um að við ættum að fara öðruvísi að þegar ísbirnir ganga á land hér. Ekki drepa þá er krafan. Ég get alveg tekið undir að það væri vissulega gott að hafa aðgerðaráætlun sem gengi út á að bjarga þessum fallegu skepnum til heimahaganna sinna aftur.
Það er þó auðveldara um að tala en í að komast. Ég man þegar björninn kom á Skaga 2008. Þá voru þessar raddir háværar og reyndu yfirvöld að fanga björninn m.a. með deyfibyssu. Það reyndist ekki hægt og varð að skjóta hann á færi.

Það sem stendur uppúr og taka verður tillit til er að þetta eru með hættulegustu skepnum jarðarinnar. Þetta eru engir leikfangabangsar, þeir eru ekki í neinum vandræðum að fella mann og hafa hann í morgunmat ef þannig ber undir.
"Þessi var svo langt frá mannabyggðum" segir fólk. En það var göngufólk yfir í næsta firði og björninn er mjög fljótur í ferðum, "en fólkið var nú látið vita af birninum". Þau rök eru haldlaus því vitneskjan um björn gerir ekkert fyrir óvopnaða göngumenn ef hann ákveður að hafa þá í matinn. Smelltu hér á slóð þar sem sést hvað þessi dýr geta áorkað.

Ég er dýravinur, en ísbirnir eru fyrst og fremst stórhættuleg dýr sem verður að skjóta ef minnsti vafi leikur á að þeir geti komist í tæri við fólk.
Björninn á ekki að njóta vafans.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður pistill! Og svakalegar myndirnar!

Nafnlaus sagði...

Þetta var ég, Eygló :O)