... nágranni sem er í flottari stöðu eða á meira ef peningum en hinn sem vinnur láglaunavinnu og keyrir á gömlum bíl sem varla hangir saman?
Ég heyrði einu sinni haft eftir sprenglærðum prófessor sem hafði fjórar háskólagráður í farteski sínu að gráðurnar sínar væru ágætar en hver þeirra væri samt bara eins og hringur á svínsrófu.
Hvað meinti hann eiginlega, hringur á svínsrófu...?
Ég skildi líkinguna þannig að svín er bara svín alveg sama hversu marga hringi þú setur á rófuna á því.
Ég sé betur, eftir því sem árin líða, hvað þetta er rétt. Það verður enginn merkilegri þótt hann bæti við sig lærdómi, eða ef hann kemst í álnir og eignast peninga. Hann verður áfram sama "svínið" og öll hin "svínin"... bara með einn hring í viðbót á rófunni :-)
Mér flaug þetta í hug si svona eftir átök vikunnar en lögfræðin er þannig í eðli sínu að hún er leit að réttlæti og þá vill stundum bregða upp þessari mynd hvað sumir einblína á hringinn á rófunni á sér og bera hann saman við hringlausu rófuna sem er að bögga hann en fatta ekki um leið að þeir eru sama eðlis, bara tvö "svín".
Mannskepnan er þannig innréttuð að hún flokkar fólk í píramída þar sem þessir með skreyttustu rófuna tróna efstir en þeir hringlausu neðstir.
Þetta var mjög áberandi fyrir hrun en þá var peningahringurinn flottastur. Gráðuhringurinn var minna metinn þá en hefur eitthvað vaxið að virðingu eftir hrun.
Þetta er skondið að verða var við, því hvernig sem á allt er litið og hvernig sem við snúum dæminu, þá erum við öll jöfn. Við fæðumst öll jafn nakin og við förum héðan öll eins, eignalaus ofan í holu... og svo er mokað yfir!
Njótið dagsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli