Litli Andri Ísak Björnsson verður blessaður í dag. Það er nálega það sama og barnaskírn fyrir þá sem ekki vita, munurinn er sá að það er ekki ausið vatni og það er ekki endilega prestur sem framkvæmir athöfnina. Barnablessunin verður hér í húsinu við ána. Afanum á bænum veitist það skemmtilega hlutverk og heiður að fá að blessa barnið.
Hér verða vinir og ættingjar sem fagna deginum með okkur enda stór dagur fyrir foreldrana og ættlegginn.
Til hamingju með daginn elskurnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli