Algeng setning sem maður heyrir hjá fólki. Einhver sagði að draumar væru til að láta þá rætast. Ef það er rétt þá ætti að fylgja þessari ágætu setningu nauðsyn þess að gera áætlun um hvernig. Ég hef heyrt svo marga tala um hvað þeim langar að gera í framtíðinni, læra eitthvað, fá sér aðra atvinnu, ferðalög, flytjast búferlum og svo allt milli himins og jarðar. Ég hef séð einstaka menn og konur láta verða af draumum sínum en miklu fleiri sem láta sér nægja að dreyma. Það er einkennandi fyrir fyrrnefnda hópinn að hann virðist gera plön um hvernig hægt er að ná markmiðinu. Sumir stoppa þar og virðast haldnir þeirri grillu að það sé nóg að gera planið og síðan ekki meira. Aðrir, og það eru þeir sem oftast ná markmiðum sínum eru þeir sem nenna að bæta síðasta ferlinu við sem er að bretta upp ermar og framkvæma. Þar skilur á milli.
Afhverju er ég að pæla í þessu. Jú ég hef verið að hugsa um þetta undanfarið því ég sé alltaf betur og betur eftir því sem árin líða hversu mikill smiður maður er að eigin gæfu og gæðum ef út í það er farið. Lífið er ekki bara lotterí og spurningin snýst ekki um hvort maður er heppinn eða óheppinn í lífinu þó auðvitað geti lukkan snúist á sveif með eða á móti. Miklu frekar er spurningin hversu vel vandarðu sporin þín og hversu mikla nennu hefurðu og kjark til að framkvæma það sem þig langar.
Stór hópur viðhefur upphafsorð þessa pistils og bætir við, "en ég er orðinn of gamall". Ég er algerlega ósammála þeirri fullyrðingu. Aldur er afstæður og því er allur aldur tilvalinn til að láta drauma sína rætast en allt of margir missa kjarkinn til þess þegar árunum fjölgar og hugsunin um að það styttist í annan endann verður ráðandi afl. Það afl er lífsgæðaræningi því það gefur mikla lífsfullnægju og hamingju að eiga sér markmið og vinna að því að láta það rætast.
Það er því ráð að skoða aðeins hvaða viðskeyti við eigum við þessi orð "mig hefur alltaf langað" rífa sig svo upp á rassinum, bretta upp ermar og hefjast handa.
sunnudagur, apríl 29, 2012
laugardagur, apríl 28, 2012
Dáyndis allt
Ég þekki það á eigin skinni að dagarnir eru misgóðir, eða jafnvel ákveðin tímabil sem maður gengur í gegnum. Ég geri það gjarnan að kíkja um öxl og líta yfir farinn veg. Ef ég skyggnist tuttugu ár aftur þá sé ég krepputíð hjá okkur fjölskyldunni. Hún var hörð við okkur og skildi eftir sig spor sem marka allt sem á eftir hefur farið. Hún stóð yfir í rúman áratug frá tuttugu og níu ára aldri til fertugs.
Kreppan margumtalaða í dag er eins og þreytandi rigningartíð síðvetrar þar sem maður bíður eftir að vorið fari að láta sjá sig og allt verði grænt aftur. Kreppan, eins og hún er þreytandi þá er hún vissulega staðreynd en hún er miklu líkari leiðinda tíðarfari en harðneskju.
Undanfarnir mánuðir hafa verið ótrúlega annasamir hjá okkur og lítill tími gefist til að huga að öðru en vinnu. Einhvernveginn finnst manni að vinnan komi til manns og svo bíður maður eftir að lát verði á en svo er það bara þannig eins og einn góður maður sagði við mig um daginn þegar mér varð á að segja að ég hefði fullmikið umleikis: "þú sérð um það sjálfur að hafa svona mikið að gera" og það var auðvitað hárrétt.
Hver er sinnar gæfu smiður (eða skrifstofustúlka) og þannig er það með okkur öll. Mælikvarðinn á raunveruleg verðmæti verður aftur á móti ekki lesinn fyrr en sagan er sögð.
Mín innrétting er þannig að ég vil hafa nóg að sýsla en ekki of mikið. Ég vil hafa tíma fyrir lífið sjálft, til að leika mér, hugsa um garðinn minn, leika við barnabörnin, ferðast og eiga samfélag við mann og annan. Það er það sem gefur lífinu gildi þegar upp er staðið og vegur meira á gæðamælikvarðanum en vinna þótt hún göfgi manninn eins og sagt er. það er jú þannig eins og segir í heilagri bók að "Ekkert er betra með manninum en að eta og drekka og njóta ávaxta handa sinna.
Þessvegna er ég hættur þessu pári núna og ætla að hella upp á kaffi fyrir frúna sem var að koma niður og njóta restar morgunsins með henni, fá mér að eta og drekka og njóta vel.
Kreppan margumtalaða í dag er eins og þreytandi rigningartíð síðvetrar þar sem maður bíður eftir að vorið fari að láta sjá sig og allt verði grænt aftur. Kreppan, eins og hún er þreytandi þá er hún vissulega staðreynd en hún er miklu líkari leiðinda tíðarfari en harðneskju.
Undanfarnir mánuðir hafa verið ótrúlega annasamir hjá okkur og lítill tími gefist til að huga að öðru en vinnu. Einhvernveginn finnst manni að vinnan komi til manns og svo bíður maður eftir að lát verði á en svo er það bara þannig eins og einn góður maður sagði við mig um daginn þegar mér varð á að segja að ég hefði fullmikið umleikis: "þú sérð um það sjálfur að hafa svona mikið að gera" og það var auðvitað hárrétt.
Hver er sinnar gæfu smiður (eða skrifstofustúlka) og þannig er það með okkur öll. Mælikvarðinn á raunveruleg verðmæti verður aftur á móti ekki lesinn fyrr en sagan er sögð.
Mín innrétting er þannig að ég vil hafa nóg að sýsla en ekki of mikið. Ég vil hafa tíma fyrir lífið sjálft, til að leika mér, hugsa um garðinn minn, leika við barnabörnin, ferðast og eiga samfélag við mann og annan. Það er það sem gefur lífinu gildi þegar upp er staðið og vegur meira á gæðamælikvarðanum en vinna þótt hún göfgi manninn eins og sagt er. það er jú þannig eins og segir í heilagri bók að "Ekkert er betra með manninum en að eta og drekka og njóta ávaxta handa sinna.
Þessvegna er ég hættur þessu pári núna og ætla að hella upp á kaffi fyrir frúna sem var að koma niður og njóta restar morgunsins með henni, fá mér að eta og drekka og njóta vel.
föstudagur, apríl 06, 2012
Prinsippin...
...eru engin lögmál. Allavega virðist ekki mikill vandi að brjóta prinsipp með einni ákvörðun. Við opnuðum ísbúðina á miðvikudaginn og fundum út að það væri asnalegt að hafa hana opna í tvo daga og loka svo þann þriðja. Það er því opið í dag föstudaginn langa en lokað á páskadag í staðinn. Ég skal reyndar viðurkenna að prinsippið að hafa allt lokað á föstudaginn langa er nokkuð naglfast í mér og ég þurfti að fara í smá rökræður við sjálfan mig til að ákveða að hafa opið.
Í fyrsta lagi er það bara venja úr uppeldinu að aðhafast ekkert þennan dag, þ.e. hvergi er talað um það í heilagri ritningu. Í öðru lagi er það náðin sem er ávöxtur krossfestingarinnar og síðan upprisunnar sem gerir að verkum að allt er í sjálfu sér leyfilegt og í þriðja lagi er meira af ferðamönnum á ferðinni í dag en á páskadag því þá eru allir heima að borða súkkulaði.
Föstudagurinn langi er samt í órofa sambandi við páskadag og saman mynda þeir undirstöður kristinnar trúar. Ég hef sagt það áður og segi enn að þessi hátíð ætti að vera stærsta hátíð kristinna manna en ekki jólin. Það var á þessum degi sem Kristur lýsti yfir á krossinum að verkið væri fullkomnað. Það var á þessum degi sem náðin varð til og án hennar væru margir kristnir menn margdæmdir norður og niður, því mörg verkin þeirra flokkast varla sem farmiði til himna.
Ég geng því brosandi út í daginn og opna ísbúðina því ég trúi á náðina.
Í fyrsta lagi er það bara venja úr uppeldinu að aðhafast ekkert þennan dag, þ.e. hvergi er talað um það í heilagri ritningu. Í öðru lagi er það náðin sem er ávöxtur krossfestingarinnar og síðan upprisunnar sem gerir að verkum að allt er í sjálfu sér leyfilegt og í þriðja lagi er meira af ferðamönnum á ferðinni í dag en á páskadag því þá eru allir heima að borða súkkulaði.
Föstudagurinn langi er samt í órofa sambandi við páskadag og saman mynda þeir undirstöður kristinnar trúar. Ég hef sagt það áður og segi enn að þessi hátíð ætti að vera stærsta hátíð kristinna manna en ekki jólin. Það var á þessum degi sem Kristur lýsti yfir á krossinum að verkið væri fullkomnað. Það var á þessum degi sem náðin varð til og án hennar væru margir kristnir menn margdæmdir norður og niður, því mörg verkin þeirra flokkast varla sem farmiði til himna.
Ég geng því brosandi út í daginn og opna ísbúðina því ég trúi á náðina.
sunnudagur, apríl 01, 2012
Heim aftur
Heima er best eins og segir. Danmörk er líka fínasta land þó ekki vildi ég búa þar. Hér hef ég það sem ég met mest í lífinu. Fjölskyldan trónir á toppnum. Þar stendur mér næst kjarninn minn en stórfjölskyldan mín, systkini, mágar og mágkonur, frændur og frænkur, tengdaforeldrar og vinir hafa líka mikið vægi. Svo hefur landið sjálft mikinn segulkraft á mig.
Það var yndislegt að heyra í farfuglunum sem hafa komið hingað meðan við vorum utan. Það finnst kannski mörgum skrítið hvað þessi rútína náttúrunnar togar í mig en það skiptir mig ekki máli. Árstíðirnar hér á landi búa við sjarma, sinn með hverju sniðinu og mér finnst þær allar heillandi. Ég verð víst aldrei búsettur annarsstaðar en hér, Ísland er best.
Dominos verkefnið gekk vonum framar og tilætluð áætlun gekk eftir, að skila því á fimm vikum sem var djarft, enda var ég með vel valda áhöfn, góða verktaka sem stóðu sig vel.
Danmerkurferðin var líka fín. Hún var hugsuð sem frí- og vinnuferð. Við mynduðum tengsl við danska heildsala sem við höfum nú góða tengingu við og getum flutt inn mjög fallegar danskar vörur fyrir Home design, en dönsk hönnun er mjög vinsæl. Við keyptum líka helling inn fyrir Basicplus.
Sumarhúsið þarna var þegar til kom, fimm stjörnu, og þar var allt til alls. Við höfðum það því gott þar í skóginum og ekki síður í framhaldinu hjá Óla og Annette sem tóku vel á móti okkur eins og venjulega.
Nú erum við komin heim og verkefnin bíða á færibandi. Við opnum ísbúðina fyrir páska og því er líklegt að mikið verði að gera hjá okkur yfir páskana. Verulega hefur bæst við lögfræðileg verkefni undanfarið og Erla er á kafi í bókhaldsvinnu svo það er í mörg horn að líta þessi dægrin.
Ég á von á Emmessís mönnum á eftir svo nú er það kaffibollinn með frúnni. Hún er komin á ról og það freistar mín alltaf að setjast niður með henni og spjalla aðeins áður en farið er út í daginn.
Páskar framundan og frí, njótið því daganna vinir.
Það var yndislegt að heyra í farfuglunum sem hafa komið hingað meðan við vorum utan. Það finnst kannski mörgum skrítið hvað þessi rútína náttúrunnar togar í mig en það skiptir mig ekki máli. Árstíðirnar hér á landi búa við sjarma, sinn með hverju sniðinu og mér finnst þær allar heillandi. Ég verð víst aldrei búsettur annarsstaðar en hér, Ísland er best.
Dominos verkefnið gekk vonum framar og tilætluð áætlun gekk eftir, að skila því á fimm vikum sem var djarft, enda var ég með vel valda áhöfn, góða verktaka sem stóðu sig vel.
Danmerkurferðin var líka fín. Hún var hugsuð sem frí- og vinnuferð. Við mynduðum tengsl við danska heildsala sem við höfum nú góða tengingu við og getum flutt inn mjög fallegar danskar vörur fyrir Home design, en dönsk hönnun er mjög vinsæl. Við keyptum líka helling inn fyrir Basicplus.
Sumarhúsið þarna var þegar til kom, fimm stjörnu, og þar var allt til alls. Við höfðum það því gott þar í skóginum og ekki síður í framhaldinu hjá Óla og Annette sem tóku vel á móti okkur eins og venjulega.
Nú erum við komin heim og verkefnin bíða á færibandi. Við opnum ísbúðina fyrir páska og því er líklegt að mikið verði að gera hjá okkur yfir páskana. Verulega hefur bæst við lögfræðileg verkefni undanfarið og Erla er á kafi í bókhaldsvinnu svo það er í mörg horn að líta þessi dægrin.
Ég á von á Emmessís mönnum á eftir svo nú er það kaffibollinn með frúnni. Hún er komin á ról og það freistar mín alltaf að setjast niður með henni og spjalla aðeins áður en farið er út í daginn.
Páskar framundan og frí, njótið því daganna vinir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)