á Omega í gærkvöldi. Verð ég að segja að presturinn kom mér skemmtilega á óvart. Séra Gunnar Sigurjónsson í Digraneskirkju. Verð jafnvel að segja að þarna fór maður að mínu skapi. Kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Frjáls í fasi og engin helgislepja (afsakið orðbragðið). Hann lýsti yfir fullum fetum að hann væri frelsaður og væri búinn að vera það lengi . Kom með ýmsa punkta sem margir “rétttrúaðir” mættu taka til alvarlegrar skoðunar. T.d. sagði hann að honum hefði oft sárnað boðskapur Omega þegar þjóðkirkjunni er úthúðað (algengt á Omega) og þar með öllum prestum kirkjunnar. Mér datt í hug eftir þáttinn, hvað í því felst trúarlega. Allavega stenst slíkt varla speglun ritningarinnar. Auðvitað á hroki og pólitík ekki að vera merki hinna kristnu. Það kom berlega í ljós í þessu viðtali að það er ekki hægt að dæma þúsundir manna á því einu að þeir séu þjóðkirkja. Hjó sérstaklega eftir þessu hjá honum minnugur liðinna tíma í mínu umhverfi þar sem varla var hugsanlegt að nokkur kæmist til himna nema vera hvítasunnumaður.
Þetta er áhugavert viðtal sem þú ættir að reyna að sjá - ef það verður endurtekið...
Hann var ekki mjög prestslegur maðurinn, kraftlyftinga- og mótorhjólakappi. Drjúgur tími fór líka í að tala um kraftlyftingar en hann er sterkasti prestur í heimi..!
Hef samt á tilfinningunni að kannski sé þessi maður nær sannleikanum en margur úr því umhverfi sem ég þekki best til. - Já tímarnir breytast og mennirnir með.
Njótið dagsins
1 ummæli:
Ég var að ræða við afar Guðhrædda konu um daginn sem komin er langt á áttræðisaldur og hefur í hálfa öld tilheyrt og sótt samfélag í Hvítasunnukirkjuna. Henni varð að orði "Sennilega höfum við [Hvítasunnumenn] verið alltof drjúgir með okkur í gegnum árin þegar við tölum um Þjóðkirkjuna og það yndislega fólk sem þar á heima". Ég var sammála þessari hvunndagshetju sem ekki kallar allt ömmu sína. K.kv. Teddi.
Skrifa ummæli