Allar líkur eru á að kennurum hlotnist sá vafasami heiður að verða dráttarvagninn sem dregur verðbóguskrímslið af stað. Allir eldri en tvævetur þekkja afleiðingar þess.
Það liggur í hlutarins eðli að aðrar stéttir með lausa samninga líta beint til fordæmisins sem kennarar hafa nú sett. Ekki svo að kennarar eigi ekki skilið þessi laun heldur hitt að það eru svo margar aðrar stéttir sem fella má undir sömu röksemdafærslu hvað það varðar.
Allar þessar stéttir sem berjast fyrir auknum kaupmætti eru nauðsynlegar þjóðfélaginu annars væru þær einfaldlega ekki til, hagfræðin stýrir því.
En það er búið að gefa og spilin eru á hendi. Enginn mun sætta sig við minna en kennarar hafa fengið nú. Hvernig tekst að spila úr stokknum er ekki gott að segja. Vonandi tekst að afstýra stórslysi þegar skriðan kemur með öllum sínum þunga.
Það mun reyna á þanþol hagkerfisins næstu misserin.
2 ummæli:
Já ég er hræddur við þessa lest. Hræddur um að þá hækki hratt húsnæðislánin og annar fastur kostnaður. Sennilega eins og ávallt verður þessi kauphækkun brennd í snatri á ólgabáli sem enginn græðir á. Ja nema hugsanlega bankarnir. Þá fara fyrir lítið kennslulausar kröfuvikur.
Ég er ekki viss um að við þurfum að hafa svo miklar áhyggjur, því eftir því sem manni heyrist eru kennarar svo ósáttir að þeir munu fella samninginn. Nema forystufákar þeirra sannfæri þá um annað. Felli þeir, fer málið í gerðardóm og hækkun þeirra verður minni.
Sjáum til ! :-)
Skrifa ummæli