"Nema hvað" Er spurningakeppni grunnskólanna sem fram fer um þessar mundir. Fellaskóli stendur sig vel og er búinn að vinna titilinn "hverfismeistari" og kominn í undanúrslit. Engin furða það, Hrund mín er í liðinu :-)
Hún var að koma hér inn með verðlaunaskjöld sem verður í eigu Fellaskóla. Meira um þetta á heimasíðu skólans http://www.skolatorg.is/kerfi/fellaskoli/skoli/ Reyndar frétt frá því fyrir sigurinn í kvöld. Þau unnu Breiðholtsskóla. Hér er líka önnur frétt af þessu: http://www.itr.is/
Hún er að standa sig vel stelpan.
Go Hrund, ég er stoltur af þér.
mánudagur, janúar 31, 2005
sunnudagur, janúar 30, 2005
Snemma beygist krókurinn...!
Það er gaman að sjá hvernig börnin okkar mótast og verða fullorðið fólk. Hvert með sínu sniði. Þegar þau eru lítil er allt sem þau gera svo merkilegt í huga foreldranna. Það breytist ekkert þegar þau fullorðnast. Þau eru og verða alltaf börnin okkar. Þannig er það með allar stúlkurnar okkar,
Hún hefur lengi ætlað sér á þing stúlkan. Verða alþingismaður. Hún gekk í Framsóknarflokkinn í síðustu viku. Ég veit ekki hvort þetta eru fyrstu skrefin hennar á þeirri vegferð sem til Alþingis liggur. En “mjór er mikils vísir” segir máltækið.
Hrund mín var síðan í móttöku fyrir félag ungra framsóknarmanna í forsætisráðuneytinu í gær og hefur skreytt síðuna sína http://www.folk.is/hrunsla með myndum af þeirri uppákomu.
Ekki er annað að sjá en að forsætisráðherra sé ánægður með nýjan liðsmann.
Guð varði þér þá leið sem þér er ætlað að ganga Hrundin mín.
Hún hefur lengi ætlað sér á þing stúlkan. Verða alþingismaður. Hún gekk í Framsóknarflokkinn í síðustu viku. Ég veit ekki hvort þetta eru fyrstu skrefin hennar á þeirri vegferð sem til Alþingis liggur. En “mjór er mikils vísir” segir máltækið.
Hrund mín var síðan í móttöku fyrir félag ungra framsóknarmanna í forsætisráðuneytinu í gær og hefur skreytt síðuna sína http://www.folk.is/hrunsla með myndum af þeirri uppákomu.
Ekki er annað að sjá en að forsætisráðherra sé ánægður með nýjan liðsmann.
Guð varði þér þá leið sem þér er ætlað að ganga Hrundin mín.
miðvikudagur, janúar 26, 2005
Baráttumaður
• Gafst upp á rekstri fyrirtækis 1831
• Bauð sig fram í stjórnmálum og tapaði 1832
• Gafst aftur upp á rekstri fyrirtækis 1834
• Missti unnustu sína 1835
• Fékk taugaáfall 1836
• Tapaði öðru pólitísku kapphlaupi 1838
• Tapaði þingkosningum 1843, 1846, 1848
• Tapaði þingkosningum til öldungadeildar 1855
• Tapaði baráttu um varaforsetaembætti 1856
• Tapaði kosningum til öldungadeildar 1858
Abraham Lincoln 16. forseti Bandaríkjanna 1860.
Minnir svolítið á Job.
Langaði bara að minna á þetta með mótvindinn - það lygnir.
Eigið frábæran dag
• Bauð sig fram í stjórnmálum og tapaði 1832
• Gafst aftur upp á rekstri fyrirtækis 1834
• Missti unnustu sína 1835
• Fékk taugaáfall 1836
• Tapaði öðru pólitísku kapphlaupi 1838
• Tapaði þingkosningum 1843, 1846, 1848
• Tapaði þingkosningum til öldungadeildar 1855
• Tapaði baráttu um varaforsetaembætti 1856
• Tapaði kosningum til öldungadeildar 1858
Abraham Lincoln 16. forseti Bandaríkjanna 1860.
Minnir svolítið á Job.
Langaði bara að minna á þetta með mótvindinn - það lygnir.
Eigið frábæran dag
þriðjudagur, janúar 25, 2005
Þér eruð ljós jarðar......!
Ein ljósapera í myrkri hefur ákveðinn ljósradíus. Ef þú ert ljós í myrkri, hverjum lýsirðu þá?
Svo ótrúlega margir eru sífellt að leita að köllun sinni. Fara í skóla til að leita hennar, eru í dauðaleit að vilja Guðs með sig, en athuga ekki þau einföldu sannindi að köllunin er í kringum þá. Fólkið sem stendur þeim næst hverju sinni er vettvangurinn til að lýsa upp með kærleik birtu og yl fagnaðarerindisins. Að vera "erindrekar Krists" er auðvitað að vinna hans verk – hann dvaldi meðal syndara og tollheimtumanna, gekk um og gjörði gott.
Einfalt mál sem búið er að gera flókið.
Köllunin er nær þér en þig grunar.
Svo ótrúlega margir eru sífellt að leita að köllun sinni. Fara í skóla til að leita hennar, eru í dauðaleit að vilja Guðs með sig, en athuga ekki þau einföldu sannindi að köllunin er í kringum þá. Fólkið sem stendur þeim næst hverju sinni er vettvangurinn til að lýsa upp með kærleik birtu og yl fagnaðarerindisins. Að vera "erindrekar Krists" er auðvitað að vinna hans verk – hann dvaldi meðal syndara og tollheimtumanna, gekk um og gjörði gott.
Einfalt mál sem búið er að gera flókið.
Köllunin er nær þér en þig grunar.
miðvikudagur, janúar 19, 2005
sunnudagur, janúar 16, 2005
Nú blæs hann........!
Það er útsynningur og stormél með honum. Notalegast er að vera ekkert að fara út á svona dögum. Ég ætla þó að fara að tygja mig. Ég ætla að skreppa til hennar móður minnar á spítalann. Síðan ætla ég að kíkja á íbúðina hans Tedda og hennar Kötu í Fellsmúlanum en þau eru búin að fá afhent – til hamingju með það krakkar.
Þeir sem ekki vita þá átti Perlan mín afmæli í fyrradag. Hún varð víst 35 ára (eftir að hún breytti kennitölunni sinni aðeins). Gott hjá henni, til hamingju með ungan aldur krúttlan mín.
Í gær hélt svo hún Hrund mín síðbúna afmælisveislu en hún varð 16 ára 8. jan. svo gærdagurinn var gestkvæmur. Til hamingju með aldurinn Hrunslan mín.
Það er skrítið að hún skuli vera orðin svona “öldruð” stúlkan – það er svo stutt síðan hún fæddist.
Annars er tíðindalítið héðan úr Vesturberginu núna. Skóli og vinna hafa tekið völdin.
En eins og máltækið segir þá eru engar fréttir góðar fréttir.
Njótið lífsins vinir.
Þeir sem ekki vita þá átti Perlan mín afmæli í fyrradag. Hún varð víst 35 ára (eftir að hún breytti kennitölunni sinni aðeins). Gott hjá henni, til hamingju með ungan aldur krúttlan mín.
Í gær hélt svo hún Hrund mín síðbúna afmælisveislu en hún varð 16 ára 8. jan. svo gærdagurinn var gestkvæmur. Til hamingju með aldurinn Hrunslan mín.
Það er skrítið að hún skuli vera orðin svona “öldruð” stúlkan – það er svo stutt síðan hún fæddist.
Annars er tíðindalítið héðan úr Vesturberginu núna. Skóli og vinna hafa tekið völdin.
En eins og máltækið segir þá eru engar fréttir góðar fréttir.
Njótið lífsins vinir.
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Hvar var Paradís?
Það er ótrúlegt að hægt sé að setjast upp í flugvél og staldra þar við i nokkra klukkutíma og, barbabrella, snjórinn farinn og allt baðað í sól og sumaryl.
Þetta er nútíminn. Hugarflugið þarf ekki lengur til að upplifa pálmatré sveiflast í heitum vindi við gutlandi sjávarströnd.
Það er lyginni líkast að upplifa þetta í janúar og heyra fréttirnar að heiman um frost og funa á þorra.
Við áttum góðan tíma með vinum okkar í viku á Kanaríeyjum. Þetta eru fallegar eyjar vestur af Sahara í Afríku. Hitinn var í kringum tuttugu gráður og hressandi gola allan tímann.
Við skoðuðum okkur um og nutum okkar þó ekki væri strandarveður.
Erla er þessi týpa sem er eins og fædd þarna suðurfrá og nýtur þess framar flestum. Það skyldi aldrei vera að í æðum hennar renni spænskt blóð?? Einn veit aldrei.
Hún var allavega að njóta sín, og ég með henni.
Skólinn er byrjaður með nýjum fögum. Ætli ég þurfi ekki að taka á honum stóra mínum varðandi Evrópuréttinn til að hann gangi upp, en lýst betur á hin fögin.
Er svolítið farinn að þekkja sjálfan mig. Mér hentar betur þau fög sem innihalda einhver kerfi, stærðfræði eða verkfræði. Gengur síður með þau fög sem innihalda eintómar reglugerðir og sáttmála.
Það er gott að vera kominn heim. Krefjandi vinna framundan hjá Erlu minni en Ragnar er nú í Ameríku og dvelur þar í fjóra mánuði svo rekstur Verkvangs er á hennar herðum.
En hlutirnir leggjast vel í okkur.
Eigið góða daga.
Þetta er nútíminn. Hugarflugið þarf ekki lengur til að upplifa pálmatré sveiflast í heitum vindi við gutlandi sjávarströnd.
Það er lyginni líkast að upplifa þetta í janúar og heyra fréttirnar að heiman um frost og funa á þorra.
Við áttum góðan tíma með vinum okkar í viku á Kanaríeyjum. Þetta eru fallegar eyjar vestur af Sahara í Afríku. Hitinn var í kringum tuttugu gráður og hressandi gola allan tímann.
Við skoðuðum okkur um og nutum okkar þó ekki væri strandarveður.
Erla er þessi týpa sem er eins og fædd þarna suðurfrá og nýtur þess framar flestum. Það skyldi aldrei vera að í æðum hennar renni spænskt blóð?? Einn veit aldrei.
Hún var allavega að njóta sín, og ég með henni.
Skólinn er byrjaður með nýjum fögum. Ætli ég þurfi ekki að taka á honum stóra mínum varðandi Evrópuréttinn til að hann gangi upp, en lýst betur á hin fögin.
Er svolítið farinn að þekkja sjálfan mig. Mér hentar betur þau fög sem innihalda einhver kerfi, stærðfræði eða verkfræði. Gengur síður með þau fög sem innihalda eintómar reglugerðir og sáttmála.
Það er gott að vera kominn heim. Krefjandi vinna framundan hjá Erlu minni en Ragnar er nú í Ameríku og dvelur þar í fjóra mánuði svo rekstur Verkvangs er á hennar herðum.
En hlutirnir leggjast vel í okkur.
Eigið góða daga.
sunnudagur, janúar 02, 2005
Gott ár að baki.
Nokkrir atburðir standa upp úr. Tveir meðlimir bættust við fjölskylduna á árinu, fyrst Sara Ísold og svo Katrín Tara. Það er mikil blessun.
Einnig trónir hátt ferð okkar á Vestfirði í sumar. Þar gafst mér kostur á að skoða í fyrsta sinn bernskustöðvar mömmu, Langabotn í Geirþjófsfirði. Ævintýralegur heimur sem alltaf hefur verið ljómaður birtu bernskunnar minnar. Mamma var nefnilega vön að segja okkur sögur að vestan sem hjúpuðust ævintýraljóma í huga barnsins. Þetta var upplifun.
Laganámið hefur gengið vel þó vissulega megi segja, að ég fari ekki í gegnum það án fyrirhafnar. 104 nemendur hófu nám, en nú eru milli 65 og 70 nemendur eftir. Ég vona að þessi hópur sem eftir er haldi út og verði lögfræðingar. Þetta er sterkur hópur og framúrskarandi einstaklingar.
Það er svolítið skrítið, en gaman, að finna hvernig ný þekking safnast smám saman í sarpinn. Þekking sem vonandi á eftir að verða okkur gott fley til framtíðar á lífsins ólgusjó.
Erla hefur staðið sig með slíkum sóma á árinu í sinni vinnu að hún hefur varla við að taka við nýjum stöðuveitingum. Nú síðast í desember tók hún við starfi framkvæmdastjóra Verkfræðistofunnar Verkvangs, www.verkvangur.is eftir að hafa áður tekið við stöðu fjármálastjóra, sem hún sinnti jafnhliða skrifstofustjórastöðunni sem hún var ráðin í í byrjun. Segja má með sanni að þarna séu hæfileikar hennar metnir að verðleikum. Ég er afar ánægður með framgang hennar í vinnunni og verð að segja Ragnari til hróss að hann er naskur á starfsfólkið sitt og sér hvað í því býr. Í því felst styrkur góðs stjórnanda. Verkvangur er í stöðugum vexti enda er um að ræða frumkvöðlastarf á sviði ýmissa þátta byggingarframkvæmda.
Starfsskipti Erlu eru einhver mesta blessun sem á okkar fjörur hefur rekið.
Við Erla höfum notað tímann vel þetta árið til að rækta það sem mest er virði, fjölskylduna og hvort annað. Fjölskylduböndin eru styrk og afar fátt sem nær að hagga þeim kletti. Alltaf skýrist myndin af lífinu sjálfu og áherslum sem setja þarf hverju sinni. Verðmætamatið er kristaltær mynd, af fólki, líðan þess, sátt við náungann, Guð, góð heilsa og að lokum, hafa í sig og á. Verðmæti sem ekki eru metin til fjár, (nema kannski síðast talda).
Ekki verður með sanni á móti mælt að hópur þeirra sem við töldum vera vini okkar hefur þynnst (lífið er ekki bara sæla).
Rættist þar með hluti spádómsorða sem við fengum inn í líf okkar. Um þjónustu nokkra sem okkur var falið að inna af hendi. En þar kom fram að óvinurinn myndi snúa vinum okkar gegn okkur ef ekki findust fimm fyrirbiðjendur sem myndu biðja okkur í gegn um hremmingarnar sem á undan myndu ganga. Lífið er skrýtið. Hinn hluti spádómsorðanna er ekki enn kominn fram. Spennandi þegar það verður. Það strikar undir gildi spádómsorðanna að þessi hluti þeirra skuli rætast svo rækilega..!
Eftir stendur samt hópur sem við með sanni getum sagt að séu vinir okkar. Það eru verðmæti sem ekki verða metin til fjár og varla tekin frá okkur, úr þessu.
Ég vil nota tækifærið hér og þakka ykkur öllum sem staðið hafið gegn þessum vinafleyg óvinarins og styrkt vináttuböndin við okkur ef eitthvað er. Þið eruð perlur, Guðsgjöf til okkar.
Við erum fyrst og fremst þakklát fyrir árið sem var að líða og lítum björtum augum til nýhafins árs.
Það ber í skauti sér ný og spennandi tækifæri sem við ætlum að nýta vel.
Guð blessi ykkur öllum nýja árið.
Einnig trónir hátt ferð okkar á Vestfirði í sumar. Þar gafst mér kostur á að skoða í fyrsta sinn bernskustöðvar mömmu, Langabotn í Geirþjófsfirði. Ævintýralegur heimur sem alltaf hefur verið ljómaður birtu bernskunnar minnar. Mamma var nefnilega vön að segja okkur sögur að vestan sem hjúpuðust ævintýraljóma í huga barnsins. Þetta var upplifun.
Laganámið hefur gengið vel þó vissulega megi segja, að ég fari ekki í gegnum það án fyrirhafnar. 104 nemendur hófu nám, en nú eru milli 65 og 70 nemendur eftir. Ég vona að þessi hópur sem eftir er haldi út og verði lögfræðingar. Þetta er sterkur hópur og framúrskarandi einstaklingar.
Það er svolítið skrítið, en gaman, að finna hvernig ný þekking safnast smám saman í sarpinn. Þekking sem vonandi á eftir að verða okkur gott fley til framtíðar á lífsins ólgusjó.
Erla hefur staðið sig með slíkum sóma á árinu í sinni vinnu að hún hefur varla við að taka við nýjum stöðuveitingum. Nú síðast í desember tók hún við starfi framkvæmdastjóra Verkfræðistofunnar Verkvangs, www.verkvangur.is eftir að hafa áður tekið við stöðu fjármálastjóra, sem hún sinnti jafnhliða skrifstofustjórastöðunni sem hún var ráðin í í byrjun. Segja má með sanni að þarna séu hæfileikar hennar metnir að verðleikum. Ég er afar ánægður með framgang hennar í vinnunni og verð að segja Ragnari til hróss að hann er naskur á starfsfólkið sitt og sér hvað í því býr. Í því felst styrkur góðs stjórnanda. Verkvangur er í stöðugum vexti enda er um að ræða frumkvöðlastarf á sviði ýmissa þátta byggingarframkvæmda.
Starfsskipti Erlu eru einhver mesta blessun sem á okkar fjörur hefur rekið.
Við Erla höfum notað tímann vel þetta árið til að rækta það sem mest er virði, fjölskylduna og hvort annað. Fjölskylduböndin eru styrk og afar fátt sem nær að hagga þeim kletti. Alltaf skýrist myndin af lífinu sjálfu og áherslum sem setja þarf hverju sinni. Verðmætamatið er kristaltær mynd, af fólki, líðan þess, sátt við náungann, Guð, góð heilsa og að lokum, hafa í sig og á. Verðmæti sem ekki eru metin til fjár, (nema kannski síðast talda).
Ekki verður með sanni á móti mælt að hópur þeirra sem við töldum vera vini okkar hefur þynnst (lífið er ekki bara sæla).
Rættist þar með hluti spádómsorða sem við fengum inn í líf okkar. Um þjónustu nokkra sem okkur var falið að inna af hendi. En þar kom fram að óvinurinn myndi snúa vinum okkar gegn okkur ef ekki findust fimm fyrirbiðjendur sem myndu biðja okkur í gegn um hremmingarnar sem á undan myndu ganga. Lífið er skrýtið. Hinn hluti spádómsorðanna er ekki enn kominn fram. Spennandi þegar það verður. Það strikar undir gildi spádómsorðanna að þessi hluti þeirra skuli rætast svo rækilega..!
Eftir stendur samt hópur sem við með sanni getum sagt að séu vinir okkar. Það eru verðmæti sem ekki verða metin til fjár og varla tekin frá okkur, úr þessu.
Ég vil nota tækifærið hér og þakka ykkur öllum sem staðið hafið gegn þessum vinafleyg óvinarins og styrkt vináttuböndin við okkur ef eitthvað er. Þið eruð perlur, Guðsgjöf til okkar.
Við erum fyrst og fremst þakklát fyrir árið sem var að líða og lítum björtum augum til nýhafins árs.
Það ber í skauti sér ný og spennandi tækifæri sem við ætlum að nýta vel.
Guð blessi ykkur öllum nýja árið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)