fimmtudagur, janúar 13, 2005

Hvar var Paradís?

Það er ótrúlegt að hægt sé að setjast upp í flugvél og staldra þar við i nokkra klukkutíma og, barbabrella, snjórinn farinn og allt baðað í sól og sumaryl.
Þetta er nútíminn. Hugarflugið þarf ekki lengur til að upplifa pálmatré sveiflast í heitum vindi við gutlandi sjávarströnd.
Það er lyginni líkast að upplifa þetta í janúar og heyra fréttirnar að heiman um frost og funa á þorra.
Við áttum góðan tíma með vinum okkar í viku á Kanaríeyjum. Þetta eru fallegar eyjar vestur af Sahara í Afríku. Hitinn var í kringum tuttugu gráður og hressandi gola allan tímann.
Við skoðuðum okkur um og nutum okkar þó ekki væri strandarveður.
Erla er þessi týpa sem er eins og fædd þarna suðurfrá og nýtur þess framar flestum. Það skyldi aldrei vera að í æðum hennar renni spænskt blóð?? Einn veit aldrei.
Hún var allavega að njóta sín, og ég með henni.
Skólinn er byrjaður með nýjum fögum. Ætli ég þurfi ekki að taka á honum stóra mínum varðandi Evrópuréttinn til að hann gangi upp, en lýst betur á hin fögin.
Er svolítið farinn að þekkja sjálfan mig. Mér hentar betur þau fög sem innihalda einhver kerfi, stærðfræði eða verkfræði. Gengur síður með þau fög sem innihalda eintómar reglugerðir og sáttmála.
Það er gott að vera kominn heim. Krefjandi vinna framundan hjá Erlu minni en Ragnar er nú í Ameríku og dvelur þar í fjóra mánuði svo rekstur Verkvangs er á hennar herðum.
En hlutirnir leggjast vel í okkur.
Eigið góða daga.

1 ummæli:

Eygló sagði...

Æ frábært að það var svona gaman hjá ykkur.. Ég hlakka mikið til að hitta ykkur og fá að skoða myndir og bara alles... Gangi þér vel í skólanum og skilaðu kveðju til mömmu... ég er SVO stolt af ykkur... Þið eruð frábærar fyrirmyndir.. Lov U þín dóttir Eygló