sunnudagur, janúar 30, 2005

Snemma beygist krókurinn...!

Það er gaman að sjá hvernig börnin okkar mótast og verða fullorðið fólk. Hvert með sínu sniði. Þegar þau eru lítil er allt sem þau gera svo merkilegt í huga foreldranna. Það breytist ekkert þegar þau fullorðnast. Þau eru og verða alltaf börnin okkar. Þannig er það með allar stúlkurnar okkar,

Hún hefur lengi ætlað sér á þing stúlkan. Verða alþingismaður. Hún gekk í Framsóknarflokkinn í síðustu viku. Ég veit ekki hvort þetta eru fyrstu skrefin hennar á þeirri vegferð sem til Alþingis liggur. En “mjór er mikils vísir” segir máltækið.

Hrund mín var síðan í móttöku fyrir félag ungra framsóknarmanna í forsætisráðuneytinu í gær og hefur skreytt síðuna sína http://www.folk.is/hrunsla með myndum af þeirri uppákomu.
Ekki er annað að sjá en að forsætisráðherra sé ánægður með nýjan liðsmann.

Guð varði þér þá leið sem þér er ætlað að ganga Hrundin mín.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

TAKK;)

þetta var svo gaman, vááá:D

þín einasta eina Hrund:D

Nafnlaus sagði...

Mér hefur alltaf fundist hún Hrund sérlega skynsöm stúlka. Ég hef greinilega haft rétt fyrir mér. K.kv. Teddi.

Erling.... sagði...

Hefur það nokkuð með græna litinn að gera Teddi minn? Allt er jú vænt sem vel er grænt. Það er ekkert að hausta hjá þér annars er það, laufin að verða rauð og svoleiðis, líka mjög fallegt :-)

Nafnlaus sagði...

Já hún Hrund stendur sig sko vel og þú mátt sko vera stoltur af örverpinu ;) Ef hún fer á þing fær hún mitt atkvæði!
Þín elsta dóttir
Íris