Ein ljósapera í myrkri hefur ákveðinn ljósradíus. Ef þú ert ljós í myrkri, hverjum lýsirðu þá?
Svo ótrúlega margir eru sífellt að leita að köllun sinni. Fara í skóla til að leita hennar, eru í dauðaleit að vilja Guðs með sig, en athuga ekki þau einföldu sannindi að köllunin er í kringum þá. Fólkið sem stendur þeim næst hverju sinni er vettvangurinn til að lýsa upp með kærleik birtu og yl fagnaðarerindisins. Að vera "erindrekar Krists" er auðvitað að vinna hans verk – hann dvaldi meðal syndara og tollheimtumanna, gekk um og gjörði gott.
Einfalt mál sem búið er að gera flókið.
Köllunin er nær þér en þig grunar.
1 ummæli:
Aljörlega!!!
S.Eva.R
Skrifa ummæli