Nýkomin orðsending á netinu að ákveðin skjöl yrðu að fylgja málinu.. og við vorum ekki með þau! ---PANIK---
Ég sá fólk við það að bræða úr sér. Henst var í að gera þessi skjöl sem voru svo tilbúin fimm mínútur í skil. Í HR þýðir að ef þú átt að skila klukkan 12 þá þýðir það ekki eina mínútu yfir, heldur kl 12.00. Það er skilað rafrænt og kerfið lokar klukkan 12.00.
Ekkert hægt að svindla á tíma.
Mest svitnandi við þetta var að þegar klukkan var rétt að verða 12 og aðeins átti eftir að ýta á “send” takkann slökkti ekki hörmungans tölvan á sér, rafmagnslaus...! Ég horfði á hann lyfta hendinni til að ýta á takkann, og sekúndubroti síðar heyrði ég hann hrópa “rafmagnslaus, ég er ekki að djóka”
Í miklu fumi tókst honum að stinga vélinni í samband við rafmagn og ræsa aftur.... Hún virtist vera ótrúlega lengi að ræsa sig í þetta skiptið. Gekk þó að lokum og eigandinn lamdi á “send” takkann... augnabliki síðar sló hún tólf.
Þetta var svona létt stressandi, en stefnan komst inn,
gaman að svona - eftir á.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli