föstudagur, maí 13, 2005

Frjálslyndur þingmaður....

Verð að taka undir skoðun Frjálslyndra sem halda því fram að Gunnar Örlygsson sýni lítinn drengskap með flutningi sínum til Sjálfstæðisflokksins.
Hitt sem ég á erfiðara með að kyngja er að þetta skuli vera hægt tæknilega. Ég hef alltaf haldið að fylgi flokkanna sem þeir fá í kosningum ráði fjölda þingsæta flokksins á þingi. Hvernig stendur á því að hægt er með ákvörðun eins þingmanns sem fer í fýlu að breyta valdahlutföllum á þinginu. Ég hefði haldið að Frjálslyndir ættu alltaf sín þingsæti og í stað Gunnars kæmi fyrsti varaþingmaður þeirra inn, fyrst hann ákvað að fara, og að einhver þingmanna Sjálfstæðismanna yrði að víkja af þingi ef þeir vildu að Gunnar kæmi inn.
Ef þetta er leyfilegt þá finnst mér algerlega gengið framhjá kjósendum sem lagt hafa til atkvæði sitt til stuðnings flokki sínum, hrein og klár svik.
Hér þarf Alþingi sjáft að taka til í eigin ranni. Einhver lagabókstafur er þarna á bak við sem þarfnast endurskoðunar þingsins.
Svona ólögum er ekki hægt að vinna eftir.
Allra síst lagasetningarvaldið sjálft.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég sammála þér! Það má líkja þessu við fótboltann. - Leikur stendur sem hæst milli Liverpool og Man.Utd. þegar einn liðsmanna Liverpool segir allt í einu: Hey, ég ætla að vera í Man.Utd. og fer að spila með þeim. Þá verða 12 menn í Man.Utd. en bara 10 í Liverpool. - Réttlátt? Engan veginn.
Kveðja
Hrafnhildur

Erling.... sagði...

Þetta er snilldar samlíking kæra frænka. Nákvæmlega jafn fáránlegt.

Íris sagði...

Alveg er ég sammála að það er með ólíkindum að þetta megi. Ef ég vil fara á þing þá bara fer ég í flokk sem er lítill (eða er líklegur til að leyfa mér að vera fyrst inn) en fær líklega einhvern inná þing, verð fyrsti maður inn og svo þegar ég er komin inn, skipti ég bara um flokk og fer í þann sem ég vil vera í. Ekki flóknara. Fáránlegt!!
Annars skipti ég mér ekki af þessu :D