Búið er að samþykkja ritgerðarefnið mitt. Það þurfti smá registefnu til þess, vegna þess að nánast ekkert hefur verið farið í verktakarétt. Ég ætla að skrifa um fasteignagalla og ábyrgðir byggingaverktaka á þeim, dómaframkvæmd o.fl. Þetta tengist samt auðvitað kröfurétti og skaðabótarétti og líka að einhverju leiti samningarétti.
Leiðbeinandi minn verður Othar Örn Petersen hjá LOGOS lögmannsþjónustu.
Hann er sennilega fremstur meðal jafningja í verktakarétti á Íslandi, segir deildarstjóri lagadeildar mér.
Veistu hvað B.A. stendur fyrir?
"Skammstafanirnar B.A. og B.S. eru latneskar að uppruna og standa fyrir baccalaureus artium og baccalaureus scientiarum. Orðið 'baccalaureus' er myndað eftir latnesku orðunum bacca lauri, það er 'ber lárviðarins', en það var siður Grikkja og Rómverja að heiðra menn með lárviðarsveig, sérstaklega skáld. Frá síðari hluta 17. aldar hafa lárviðarskáld haft fast embætti við bresku hirðina. Latnesku orðin ars (eignarfall 'artium') og scientia (ef. 'scientiarum) vísa í þessu samhengi annars vegar til hugvísinda og hins vegar til raunvísinda, samanber að á ensku er talað um 'Bachelor of Arts' og 'Bachelor of Science.'
Ekki er sérstakur munur á þessum tveim gráðum annar en að samkvæmt hefð lýkur fólk B.A.-gráðu í hugvísindum og B.S.-gráðu í raunvísindum. Munurinn felst því ekki í gráðunni sem slíkri heldur í námsefninu. Þegar um greinar sem ekki falla undir hug- eða raunvísindi er að ræða er misjafnt hvað gráðan er kölluð en Félagsvísindadeild Háskóla Íslands býður upp á nám til B.A.-prófs. Sumar deildir, til dæmis Viðskipta- og hagfræðideild, bjóða upp á nám til bæði B.A.- og B.S.-gráðu og er þá áherslumunur í námsefnisvali. Sambærilegar gráður hafa svo verið nefndar ýmsum nöfnum, til dæmis B.Ed.-gráða í kennslufræðum og B.F.A.-gráða í ýmsum listgreinum.
Af vef HÍ
Þá veistu það!
Þær týnast inn einkunnir úr miðannarprófunum, ég er ekki fallinn enn. En “sökum reynslu minnar af bjartsýni........tek ég regnstakkinn með” eins og einhver sagði, og bíð með að fagna.
Hvað um það, námið styttist og þetta gengur vel. Veit orðið ýmislegt sem ég vissi ekki áður um lög og rétt.
Best af öllu sé ég þó hvað ég vissi lítið.
Svo getur fólk verið að gera grína að mér, auðmýktinni uppmálaðri. Erla gaf mér gjöf. Spjald á ísskápinn sem á stendur: “When I married mr. right... I didn´t know his first name was Always”
Það sem fólk getur bullað.
2 ummæli:
Þú ert að standa þig ekkert smá vel í náminu pabbi og ég er ekkert smá stolt af þér!! Nota hvert tækifæri til að monta mig af því að pabbi mninn sé að læra lögfræði!! :) Frábært að það sé búið að samþykkja ritgerðarefnið þitt!! Og þetta með segulinn sem mamma gaf þér, ALGER SNILLD!!!! ;) blikk blikk... Kveðja Eygóin þín
Merkileg tilviljun að Erla skyldi gefa þér platta með þessari áritun. Gangi þér vel í þessu öllu saman.
Skrifa ummæli