fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Betra en best..

Við fórum nokkrir í stórfjölskyldunni í árlega Perluferð til að kanna snilli kokkanna þar.
Þeir höfðu engu gleymt frá í fyrra. Maturinn var snilld á köflum. Andalifrarpaté-ið stóð uppúr eins og í fyrra. Mér fannst bæði hreindýrið og gæsin betri nú en í fyrra. Dádýrakjöt var nýtt á boðstólum og fannst mér það of bragðlítið, ekki nógu vel kryddað. Marineraður hvalur kom á óvart. Flest af því sem í boði var þótti mér gott – þó ekki allt.
Samfélagið var skemmtilegt enda góðra vina hópur á ferðinni. Takk fyrir frábært kvöld strákar....!
Annað í frásögur færandi er einkunnin í verkefninu sem ég var að kvarta yfir í síðasta pistli. 8.0 - kom þægilega á óvart.
Verkefnin eru á færibandi þessa dagana. Er í síðasta verkefni í fjölskyldu- og erfðarétti fyrir próf og svo er síðasta verkefnið í stjórnskipunarrétti á mánudaginn. Næsta vika er svo síðasta kennsluvika þessarar annar. Það er ótrúlegt. Síðasta önnin framundan og BA útskrift.
Það þarf engu að ljúga um hvað tíminn líður hratt.

2 ummæli:

Karlott sagði...

Andalifurpatéið var rosalega gott, mjög bragðgott og margslungið svo er ég sammála um að hvalketið í mareneringu kom virkilega á óvart! Mig hefði ekki grunað að það myndi bragðast- og liggja vel undir tönn mmmm!
Ég þakka fyrir samveruna og gaman að hafa mætt á þessa árlegu karlahátið.
Til hamingju með 8:una!

Bæjó

Nafnlaus sagði...

Takk sömuleiðs fyrir samveruna. Ég er sammála þér með öndina. Hún var snilld!!!

Til hamingju með áttuna. Það kemur ekki á óvart að þú skulir ná frábærum árangri. Gangi þér vel með framhaldið.