Nú veit ég að maður á ekki að fara í tvö próf í lagadeild sama daginn. Það gerðist í dag og ég held að það hafi ekki verið að hjálpa mér. Fór illa upplagður í seinna prófið, var eiginlega búinn að fá nóg. Fyrra prófið var í þjóðarétti sem er held ég eitt erfiðasta fag sem ég hef farið í til þessa. Hefur kannski að gera með erfiða lagaensku og litla færni mína í því efni. Ég tók þá ákvörðun að vera ánægður með tvær fimmur eftir daginn (vegna þess að það er mest fyrir þeim haft) ef það næst þá......!
3 ummæli:
Það er sko ekkert lítið að fara í 2 próf sama daginn og það 2 fjagra tíma próf!! En þú nærð alveg stjórnskipunarréttinum. Ég var aðeins að tala við stelpurnar í dag og við vorum ekki allar sammála svo það verður bara gaman að sjá hvað kemur út úr þessu ;)
Þú ert ekkert smá duglegur en mikið verður nú notalegt fyrir þig 13.desember þegar þú verður búinn í prófunum og getur farið að slaka á og viorkilega njóta aðventunnar :) Þannig á það nebbla að vera, maður á að njóta lífsins og hafa það gott og kósý á aðventunni :) Jæja egiðu góðan dag og gani þér vel að læra :) Lov U, þín dóttir Eygló
Ég er alveg viss um að þú hefur náð þessum prófum, allavega ef það er rétt að maður uppsker eins og maður sáir, því ég fylgdist vel með hversu vel þú undirbjóst þig fyrir þessi próf. Ég spái þér 5 í þjóðarrétti og 6,5 í stjórnskipunarrétti. Lots of love. Erlan þín sem hefur núna ekkert annað að gera en dekra við þig og fjölskylduna og hef gaman af því.
Skrifa ummæli