sunnudagur, desember 18, 2005

Fjölskyldudagur!

Dagurinn í dag er búinn að vera notalegur og góður. Ég er búinn að vera að vinna mikið eftir að ég kláraði prófin. En í dag var tekið frí og faðmur fjölskyldunnar umvafði mig. Það líkar mér best af öllu. Nýliðin önn var annasöm, mikið að læra og einingarnar margar. Prófin voru strembin, svo strembin að ég náði ekki fullu húsi í þetta sinn, þarf að lesa upp alþjóðarétt um jólin og taka prófið aftur í janúar. Ekki ánægður með það en svona er bara laganám, aldrei á vísan að róa. Það var aldrei sagt að þetta væri auðvelt.

Við höfðum jólakaffi (súkkulaði) í dag fyrir litlu fjölskyldurnar okkar, svo hér voru litlar skvísur að bræða afa sinn..... og ömmu eins og þeirra er von og vísa....og venja. Ótrúlegir hjartabræðarar þessar litlu dúllur.

Íbúðin okkar hefur tekið stakkaskiptum. Árviss jólabúningur hefur tekið við hversdagleikanum. Erla er ótrúlega natin við að gera jólalegt hér hjá okkur. Dóti er pakkað niður og upp fara jóla styttur og jóla - allskonar hitt og þetta, sem við höfum eignast í gegnum árin. Það er alltaf jafn skemmtilegt að sjá þetta allt, því bakvið flest dótið liggur hluti sögunnar okkar. Ég er því fegnastur að hún er ekki alltaf að henda út og endurnýja, heldur bætir hún við smátt og smátt, þannig fá hlutirnir meira gildi og verða verðmætari okkur sem njótum.

Núna sitja þær hér hinn helmingur dætra okkar, Hrund og Eygló, en þær voru að vinna í dag svo þær voru fjarri góðu gamni í súkkulaðinu í dag. Þær eru duglegar skvísurnar að vinna, telja það ekki eftir sér.
Fátt jafnast á við svona góðra vina fundi. Ég hugsa oft um hvað það er ekki sjálfgefið að eiga börnin sín fyrir bestu vini sína? Það búa ekki allir við þá blessun.
Ég er þakklátur fyrir það.

2 ummæli:

Íris sagði...

Þetta er svo æðislegt!! Ég átti svona dag í dag með minni kjarnafjölskyldu! Eða kannski réttara sagt eftirmiðdag og kvöld!!
Ekkert jafnast á við þessar æðislegu stundir!!
Hlakka til á miðvikudaginn!!

Nafnlaus sagði...

Við Hrund eigum bara súkkulaðið inni... er það ekki??? Annars er ég sammála þér að svona fjölskyldudagar eru ótrúlega skemmtilegir og notalegir.. Svo var fannst okkur Hrund alveg ótrúlega skemmtilegt að fá ykkur í heimsókn í Hagkaup á sunnudaginn!! Lov U og við sjáumst örugglega fljótlega.. Ég kem nú svo oft í heimsókn ;) Þín uppáhalds næstelsta dóttir Eygló :)