Það upplýsist hér með að ég hef, og hef alltaf haft, mikinn áhuga á himingeimnum. Hubble sjónaukinn bandaríski hefur skyggnst lengra út í óravíddirnar en okkur hefur nokkurntíman tekist áður. Svona lítur raunveruleikinn út í kringum okkur. Nú er í smíðum sjónauki sem verður margfalt sterkari en Hubble. Hann mun gera að verkum að hægt verður að horfa svo langt að hugsanlega sést allt til upphafsins. Ég hlakka til að sjá myndir úr honum.....!
Það sem ég er að meina er að þegar við rýnum út í geiminn erum við að horfa aftur í tímann. Ekki bara milljónir, heldur milljarða ára aftur í tímann. Ljósið fer hraðast alls sem við þekkjum, það er t.d. bara um átta mínútur til sólarinnar. Þegar við erum að horfa á stjörnu sem er í milljón ljósára fjarlægð erum við því að horfa á mynd sem var tekin fyrir einni milljón árum síðan. Þetta þýðir að maðurinn mun líklega aldrei komast lengra en að líta þessi ósköp augum. Við munum aldrei komast þangað, hvernig sem tækninni framvindur.
Þessar myndir eru teknar í gegnum Hubble og ef maður skoðar þær með þetta í huga þá eru þetta í rauninni milljarða ára gamlar myndir sem við sjáum. Fjarlægðirnar frá hægri hlið myndarinnar til þeirrar vinstri getur hlaupið á milljónum, jafnvel milljörðum ljósára. Magnað. Líklega er þetta umhverfi allt öðruvísi í laginu í dag, en við sjáum það...! Merkilegt.
Þegar þetta er skoðað sést best hvað jörðin er agnarlítil. Hún hefur í raunveruleikanum miklu minna vægi í samfélagi stjarnanna en eitt sandkorn á sjávarströnd.
Mér datt í hug orðin “Í húsi föður míns eru mörg híbýli” Er hugsanlegt.....?
Verð reyndar að segja að mér finnst nánast óhugsandi annað en að þarna úti séu fleiri stjörnur sem Guð hefur ræktað aðeins meira en aðrar.
En hvað veit ég um það......? Ekkert frekar en þú. Best er að reyna að njóta þessa stutta tíma sem okkur er skammtaður hér á sandkorninu Jörð.
Var annars í næstsíðasta prófi annarinnar í dag, það var skattarétturinn. Gekk svona sæmó.
Bara fjölskyldu- og erfðaréttur eftir.
Kv. Erling maur
3 ummæli:
Flottar myndir og merkilegt allt þetta með milljarða gamlar myndir, maður hugsar bara ekki svona langt.
En gaman að það er bara eitt próf eftir hjá þér, ég á líka bara eitt eftir! Hlakka ekkert smá til að vera búin og geta farið að njóta aðbíðunnar eins og Arna sagði. Veit þú gerir það líka ;)
Sjáumst og gangi þér vel að lesa fyrir seinasta prófið!!
Þetta er allt svo langt fyrir ofan minn skilning en ég er sammála því að þetta er allt stórmerkilegt. Ég er nokkuð viss um að Guð hefur skapað líf á fleiri stöðum en jörðinni. Gangi þér svo vel með lestur fyrir síðasta prófið. Ég hlakka svoooooooo til þegar þessari törn lýkur. Elska þig flotti maður.
...og svo slást maurarnir um fæðuna, staðina, völdin og ástina.... Ef þeir myndu aðeins staldra við, líta upp og sjá.... að þeir eru aðeins litlir angar í gríðar-, ólýsanlegum stórum heimi...
Hve ,,vandamál" þeirra myndu þá geta minnkað, kannski verða að engu?
Ók um daginn rétt fyrir miðnætti að Hvaleyrarvatni. Það var stjörnubjartur himinn, kalt úti en ólýsanlega fagurt! Kyrrð! Fór út úr bílnum og bara naut.... horfði á þennan ,,geim"... ef Guð hefði aðeins skapað okkur, þá værum við aldeilis að klúðra tilveru okkar....
En, Erling, það er rétt: Guð talaði um margar vistarverur/híbýli.... Vonandi fæ ég vera með í FERÐINNI MIKLU!
Aðeins Hann fær því ráðið.
Skrifa ummæli