Þetta líkist nú ekki mjög myndinni af Paradís, frekar einhverju öðru verra sem maður getur ímyndað sér! Reyndar er þetta sólin...! Eða smá hluti af henni. Þegar ég var að leika mér í síðasta pistli og velta fyrir mér hvað jörðin væri lítil var ég ekki búinn að finna þessa mynd. Gosið (sveigurinn) á myndinni er ca. jafnhár og tuttugu jarðir. Jörðin gæti verið svipuð og litli stafurinn o þarna niðri við hliðina á myndinni.

Þetta er nú ekki allt! Því á neðri myndinni er horft út í víðáttuna. Þessir undarlegu risar á bakvið eru af einhverri þvílíkri stærðargráðu að við getum ekkert gert okkur það í hugarlund.
Björtu deplarnir eru sólir, og margar þeirra eru margfalt stærri en sólin okkar, sem virðist nú engin smásmíði miðað við jörðina. Er nokkur vandi að vera sammála um að Jörðin sé hálfgerð örvera í þessu samfélagi?

Skyldi Paradís leynist þarna einhversstaðar, fyrst það virðist svona stutt í hinn staðinn??
Njótið annars helgarinnar, ég verð víst að lesa alla helgina.....
2 ummæli:
Þetta er BARA ótrúlegt!!
Alveg hreint magnað!
Vá þetta er MAGNAÐ, svakalega gaman ap skoða þessar myndir. Þvílíkir risar. Manni finnst þetta hálfótrúlegt en svona er þetta víst. Arnan þín:)
Skrifa ummæli