Á Reuter fréttavefnum er frétt um deilur í USA þar sem tekist er á frumvarp til laga um breytingar á kennslu í framhaldsskólum í líffræði. Frumvarpið ber með sér að jafnhliða kennslu um kenningar Darwins verði kennt að Guð hafi skapað heiminn. Það er þó ekki verið að tala um sköpunarsögu Biblíunnar. Fylgjendur þessarar kennslu reyna að koma henni í gegn meðan aðrir mótmæla og segja að þannig kennsla geti alls ekki samræmst vísindum.
Benedikt páfi í Vatikaninu í Róm sagði á fundi með meðlimum æðstaráðs trúarkennisetninga nýverið að vegna hinnar öru þróunar vísinda á 20. öld óttuðust margir að kristin trú færi halloka. Það sé ástæðulaust, vísindi og kristni uppfylli sameiginlega skilninginn um leyndardóma lífs á jörðinni. Kirkjan gleðjist yfir nútíma þekkingu og jafnframt útbreiðslu fagnaðarerindisins sem muni takast á við nútímann um leið. Pontiff nokkur, 78 ára þýskur meðlimur Vatikansins, segir að það geti verið flókið að samræma hinar ólíku skoðanir. En trú og öðruvísi röksemdir séu sættanlegar af því Guð var raunverulega Drottinn allrar sköpunar og sögu alls mannkyns.
Lesa greinina: http://today.reuters.co.uk/news/newsArticle.aspx?type=scienceNews&storyID=2006-02-10T183631Z_01_L10652640_RTRIDST_0_SCIENCE-RELIGION-POPE-SCIENCE-DC.XML
Ég tek ofan.
1 ummæli:
Já, ég held þetta sé bara rétt hjá páfa. Ég efast amk ekki um að vísindin og trúin geta alveg farið saman!
Skrifa ummæli